Smáskjálftahrina austur af Bláfjöllum

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 4. september 2024

Smáskjálftahrina austur af Bláfjöllum

Um 60 jarðskjálftar urðu suðaustur af Bláfjöllum í gærkvöldi. Að sögn Bjarka Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands, var um smáskjálftahrinu að ræða sem hefur áður verið á þessu svæði.

Smáskjálftahrina austur af Bláfjöllum

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 4. september 2024

Snæviþakin Bláfjöll ber við himin handan Hafnarfjarðar.
Snæviþakin Bláfjöll ber við himin handan Hafnarfjarðar. mbl.is/Ómar Óskarsson

Um 60 jarðskjálftar urðu suðaustur af Bláfjöllum í gærkvöldi. Að sögn Bjarka Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands, var um smáskjálftahrinu að ræða sem hefur áður verið á þessu svæði.

Um 60 jarðskjálftar urðu suðaustur af Bláfjöllum í gærkvöldi. Að sögn Bjarka Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands, var um smáskjálftahrinu að ræða sem hefur áður verið á þessu svæði.

Hrinan gekk yfir í kringum klukkan 18 og 20 í gærkvöldi.

Einnig var smáskjálftavirkni á Skjálfanda, vestur af Húsavík, í gærkvöldi.

Minni virkni í eldgosinu

Spurður segir Bjarki eldgosið við Sundhnúkagíga enn vera í gangi en að virknin sé minni en á sama tíma í gær.

Eldgosið hófst í síðasta mánuði.
Eldgosið hófst í síðasta mánuði. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is