Of snemmt er að segja til um goslok á Reykjanesskaga þó að lítil virkni sé nú í gosinu. Þetta segir Minney Sigurðardóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands.
Of snemmt er að segja til um goslok á Reykjanesskaga þó að lítil virkni sé nú í gosinu. Þetta segir Minney Sigurðardóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands.
Of snemmt er að segja til um goslok á Reykjanesskaga þó að lítil virkni sé nú í gosinu. Þetta segir Minney Sigurðardóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands.
„Það hefur verið lítil sem enginn virkni í gosinu seinni partinn og dregið verulega úr gosóróa,“ segir Minney og bætir við:
„Það er of snemmt að staðhæfa hvort gosið sé búið eða ekki en það verður fylgst með í nótt hvort að virknin haldi áfram og svo verður afstaða tekin með sérfræðingum á morgun.“
Veðurstofan gaf fyrr í dag út tilkynningu þar sem segir að vísbendingar séu um að landris sé hafið á ný í Svartsengi.