„Fyrst til skoðunar þegar bærinn verður orðinn öruggur“

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 6. september 2024

„Fyrst til skoðunar þegar bærinn verður orðinn öruggur“

„Vinna er í gangi inni í Grindavík er gera bæinn öruggari en nýjustu upplýsingar eru um að landris sé hafið á nýjan leik í Svartsengi og við þurfum að sjá hvað gerist á næstu vikum og hvað við þurfum að bíða lengi eftir kvikuhlaupi eða jafnvel eldgosi.“

„Fyrst til skoðunar þegar bærinn verður orðinn öruggur“

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 6. september 2024

Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum.
Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Vinna er í gangi inni í Grindavík er gera bæinn öruggari en nýjustu upplýsingar eru um að landris sé hafið á nýjan leik í Svartsengi og við þurfum að sjá hvað gerist á næstu vikum og hvað við þurfum að bíða lengi eftir kvikuhlaupi eða jafnvel eldgosi.“

„Vinna er í gangi inni í Grindavík er gera bæinn öruggari en nýjustu upplýsingar eru um að landris sé hafið á nýjan leik í Svartsengi og við þurfum að sjá hvað gerist á næstu vikum og hvað við þurfum að bíða lengi eftir kvikuhlaupi eða jafnvel eldgosi.“

Þetta segir Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, í samtali við mbl.is.

Veðurstofa Íslands sendi út tilkynningu á tíunda tímanum í morgun að eldgosinu við Stóra-Skógfell sé lokið og í framhaldinu ákvað ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum að færa almannavarnastig af hættustigi á óvissustig.

Bæjarráð Grindavíkur fundaði í vikunni og þar var lögð áhersla á að Grindavíkurbær verði opnaður sem fyrst fyrir almenningi og að lokunarpóstar verði aflagðir í núverandi mynd. Spurður út í þessi mál segir Úlfar:

„Það verður þá fyrst til skoðunar þegar bærinn verður orðinn öruggur fyrir gesti og gangandi. Hann er það ekki eins og staðan er í dag en það gæti breyst á næstu vikum,“ segir Úlfar.

Óvissa á svæðinu

Hann segir að Grindvíkingar hafi átt greiðan aðgang að bænum hingað til og svo hægt verði að taka í burtu lokunarpósta verði að horfa inn í framtíðina. 

„Það er óvissa á svæðinu og við vitum ekki nákvæmlega hvað gerist næst. Það er margt sem bendir til þess að við séum að sjá svipaða eða sömu þróun og áður en það skiptir máli að fá þessa vegi, Suðurstrandarveg og Nesveg, í gagnið. Þeir skipta byggð hér á Suðurnesjum miklu máli,“ segir Úlfar.

mbl.is