Lítil sem engin skjálftavirkni hefur verið á Reykjanesskaganum en Veðurstofa Íslands tilkynnti í gær um að eldgosinu við Stóra-Skógfell væri lokið.
Lítil sem engin skjálftavirkni hefur verið á Reykjanesskaganum en Veðurstofa Íslands tilkynnti í gær um að eldgosinu við Stóra-Skógfell væri lokið.
Lítil sem engin skjálftavirkni hefur verið á Reykjanesskaganum en Veðurstofa Íslands tilkynnti í gær um að eldgosinu við Stóra-Skógfell væri lokið.
„Það er engin sjáanleg virkni í gígnum svo þetta er bara búið í bili,“ segir Bjarki Kaldalón Friis, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við mbl.is.
Hann segir að landris sé hafið að nýju í Svartsengi en eldgosið sem hófst þann 22. ágúst stóð yfir í 14 daga og var þriðja lengsta eldgosið af þeim sex sem hafa orðið á Sundhnúksgígaröðinni frá því í desember 2023.
Í tilkynningu frá Veðurstofunni í gær kom fram að út frá líkanreikningum er ljóst að aldrei hefur jafn mikið magn kviku komið upp á yfirborðið frá því að jarðhræringarnar hófust haustið 2023.
Eldgosið við Stóra-Skógfell var níunda eldgosið á Reykjaskaganum á þremur árum og það sjötta í röð eldgosa á Sundhnúksgígaröðinni á einungis átta mánuðum.