Benedikt G. Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir bil á milli gosa lengjast með hverju gosinu og telur að bíða þurfi í um það bil þrjá mánuði eftir næsta gosi á svæðinu.
Benedikt G. Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir bil á milli gosa lengjast með hverju gosinu og telur að bíða þurfi í um það bil þrjá mánuði eftir næsta gosi á svæðinu.
Benedikt G. Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir bil á milli gosa lengjast með hverju gosinu og telur að bíða þurfi í um það bil þrjá mánuði eftir næsta gosi á svæðinu.
„Við gætum þurft að bíða svolítið eftir þessu,“ segir Benedikt í samtali við mbl.is.
Að svo stöddu er erfitt að spá fyrir þróun mála á Reykjanesskaganum, segir Benedikt, og að erfitt sé að segja með vissu að gjósa muni að nýju á skaganum.
Hann telur þó miklar líkur á því: „Við verðum að búa okkur undir nokkur gos til viðbótar, allavega eitt.“
Hann segir síðustu gos á svæðinu hafa hagað sér með svipuðum hætti og að þróunin bendi til þess að gosin verði stærri og öflugri, en vari skemmur:
„Þetta byrjar með miklum látum og síðan dregur skyndilega úr því.“
Hann segir að Veðurstofa Íslands hafi ekki endilega gert ráð fyrir því að gosinu við Stóra-Skógafell lyki jafn skyndilega og raun bar vitni.