„Þetta er allt sem mig langar að vera að gera. Fyrst og fremst er þetta keramik-stúdíó þar sem ég tek á móti fólki og er með námskeið. Svo er ég sjálf að vinna í vörunum mínum sem ég hanna og framleiði. Ég er ekki enn með fasta opnunartíma en þetta er svona í flæðinu sem ég er í,“ segir Hulda Katarína Sveinsdóttir, keramiker, um nýja stúdíóið Klei Atelier sem hún opnaði nýverið í miðbæ Reykjavíkur.
„Þetta er allt sem mig langar að vera að gera. Fyrst og fremst er þetta keramik-stúdíó þar sem ég tek á móti fólki og er með námskeið. Svo er ég sjálf að vinna í vörunum mínum sem ég hanna og framleiði. Ég er ekki enn með fasta opnunartíma en þetta er svona í flæðinu sem ég er í,“ segir Hulda Katarína Sveinsdóttir, keramiker, um nýja stúdíóið Klei Atelier sem hún opnaði nýverið í miðbæ Reykjavíkur.
„Þetta er allt sem mig langar að vera að gera. Fyrst og fremst er þetta keramik-stúdíó þar sem ég tek á móti fólki og er með námskeið. Svo er ég sjálf að vinna í vörunum mínum sem ég hanna og framleiði. Ég er ekki enn með fasta opnunartíma en þetta er svona í flæðinu sem ég er í,“ segir Hulda Katarína Sveinsdóttir, keramiker, um nýja stúdíóið Klei Atelier sem hún opnaði nýverið í miðbæ Reykjavíkur.
„Svo er bókaútgáfufélag sem heitir Garg Series sem leigir af mér pláss einu sinni í viku. Hún Helga Dögg, eigandi, gerir fallega grafík og fær bækur alls staðar frá sem erfitt er að finna. Það er svo fallegt að hafa bækurnar með keramikinu. Svo er ég með Reykjavík Ritual kremin og hárolíurnar og olíurnar frá Swimslow. Þetta er allt sem ég elska, svolítið minn heimur.“
Hulda Katarína nam keramik við Myndlistarskóla Reykjavíkur í heimsfaraldrinum. Hún útskrifaðist árið 2021 og hefur verið með hendurnar í leirnum síðan. Fyrir og eftir námið starfaði hún þó í verslunarbransanum og sá meðal annars um að versla inn í helstu tískuverslanir landsins.
„Í kringum tvítugt starfaði ég hjá Geysi og fór svo að vinna hjá Farmers Market. Eftir námið fór ég svo aftur í ríteil en var þó alltaf í leirnum líka. Var að kenna í Myndlistarskólanum með búðarvinnunni og hélt sýningar. Ég tók þátt í Hönnunarmars nokkrum sinnum og var oft með leirtengdar sýningar,“ segir Hulda og bætir við að hún hafi alltaf haft mikinn áhuga á listum. „Ég hef alltaf verið mikið fyrir það að fara á söfn og var alltaf svo hrifin af kermikinu. Ég hef verið mjög forvitin sem varð til þess að ég skellti mér í námið.“
Var einhver sem hafði áhrif á að þú skelltir þér í námið?
„Nei, ekki alveg. Ólöf Erla Bjarnadóttir er gömul í hettunni og hef ég fylgst mikið með henni. Hún hefur alltaf verið mér mikill innblástur. Hún var svo að kenna mér í skólanum og það var gaman að fá að kynnast henni. Í janúar síðastliðnum var ég svo listrænn stjórnandi yfir yfirlitssýningu hennar á Korpúlfsstöðum, sem spannaði hennar feril og það var ótrúlega gaman.“
Hulda segir keramik-heiminn hér á landi lítinn.
„Það eru svona gamlar kempur, bæði konur og karlar sem eru stór nöfn. En svo finnst mér að síðustu þrjú ár hafi verið mikil gróska í keramiki. Þetta er aðeins meira kúl en þetta var. Þegar ég var að fara í þetta nám þá var þetta ennþá smá á jaðrinum að vera hallærislegt. En það er ótrúlega gaman að sjá líka að vöruhönnuðir eða myndlistamenn eru meira að segja farnir að grípa í leirinn og nota hann í sínum verkum.“
Hún segir heiminn opinn og mörg tækifæri bíði þeirra sem ljúki við námið. „Maður lærir ótrúlega margt í þessum skóla og getur ákveðið svolítið sjálfur hvað maður vill gera með námið. Það er rosalega opið. En ég hef líka heyrt að þetta hafi breyst frá því að ég var í náminu, þá var þetta meira staðnám en er nú orðið sveigjanlegra.
Ég held að námið opni hugann. Þegar ég byrjaði í náminu hafði ég ákveðna skoðun en því lengra og dýpra sem maður fer inn í námið þá kynnist maður til dæmis sögu keramiks hér á landi betur. Svo er þetta mjög tæknifókuserað nám og ég lærði vel inn á það hvernig leirinn virkar.“
Hulda segir hennar eigin verk breytist með árunum.
„Ég myndi segja að mitt keramik væri frekar minimaliskt en það er að breytast. Fyrst var ég að gera rosalega mínimaliska skúlptúrhluti, fínlegri hluti. En ég er að reyna að ögra sjálfri mér og gera öðruvísi hluti. Þeir eru kannski aðeins groddaralegri og grófari núna.“
Fylgir það tíðarandanum?
„Já, bæði og. Það eru trend í keramikinu eins og í tísku en þetta er líka mín leið til að ögra sjálfri mér og prófa eitthvað nýtt. Það er alltaf ákveðin áskorun.“
Mikilvægast finnst Huldu þá að geta lært af öðrum.
„Ég held að framtíðardraumurinn sé að þróast sem keramiker og læra af öðrum. Maður er oft í samtali við fólk og að læra eitthvað nýtt, nýjar aðferðir og það er það sem mér finnst svo skemmtilegt. Ég held að markmiðið mitt sé líka að kynna fólk fyrir keramik-heiminum. Að aðrir geti alveg gert þetta og það þurfi ekki endilega að vera þaullærður í þessu til að geta haft gaman að þessu.“