Ferðaljósmyndarinn Ása Steinarsdóttir og eiginmaður hennar, Leo Alsved, hafa sett tvær íbúðir í miðbæ Reykjavíkur á sölu. Önnur eignin er heimili fjölskyldunnar á meðan hin hefur verið í útleigu og á Airbnb.
Ferðaljósmyndarinn Ása Steinarsdóttir og eiginmaður hennar, Leo Alsved, hafa sett tvær íbúðir í miðbæ Reykjavíkur á sölu. Önnur eignin er heimili fjölskyldunnar á meðan hin hefur verið í útleigu og á Airbnb.
Ferðaljósmyndarinn Ása Steinarsdóttir og eiginmaður hennar, Leo Alsved, hafa sett tvær íbúðir í miðbæ Reykjavíkur á sölu. Önnur eignin er heimili fjölskyldunnar á meðan hin hefur verið í útleigu og á Airbnb.
Ása og Leo hafa verið mikið á flakki um heiminn undanfarin ár, en þau festu kaup á húsi í Svíþjóð á síðasta ári og hafa þar að auki eytt heilmiklum tíma á ferðalagi í húsbíl sem þau gerðu upp.
Fyrri eignin er heimili fjölskyldunnar við Ránargötu í Reykjavík. Eignin sem um ræðir er á fyrstu hæð í sjarmerandi húsi sem reist var árið 1906. Íbúðin er með sérinngangi og telur 60 fm, en hún státar af tveimur svefnherbergjum og einu baðherbergi. Ásett verð er 59.900.000 krónur.
Sjá á fasteignavef mbl.is: Ránargata 12a
Seinni eignin er við Þingholtsstræti í Reykjavík, en hún er á tveimur hæðum með sérinngangi í húsi sem reist var árið 1900. Íbúðin telur alls 72 fm og státar af tveimur svefnherbergjum og einu baðherbergi. Ásett verð er 56.900.000 krónur.
Sjá á fasteignavef mbl.is: Þingholtsstræti 8
Ása greindi frá sölunni á Instagram-síðu sinni. „Endir á tímabili. Við erum að selja heimilið okkar í hjarta Reykjavíkur,“ skrifaði hún við mynd af sér fyrir framan fyrra húsið sem er við Ránargötu.
„Og önnur eign á sölu. Við erum líka að selja aðra íbúð sem við eigum í miðbænum. Við höfum notað hana fyrir Airbnb og leigu. Bæði ég og Leo vildum alltaf gömul hús með sál, og það er það sem við keyptum. Við höfum elskað að eyða tíma hér í miðbænum, nálægt öllu. Við höfum eytt tíma i báðum íbúðunum, en nú er kominn tími á að einhver nýr taki við,“ skrifaði Ása á Instagram.