Söng- og leikkonan Jennifer Lopez vakti mikla athygli á rauða dreglinum í Toronto á dögunum þegar kvikmyndin Unstoppable var frumsýnd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni þar í borg.
Söng- og leikkonan Jennifer Lopez vakti mikla athygli á rauða dreglinum í Toronto á dögunum þegar kvikmyndin Unstoppable var frumsýnd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni þar í borg.
Söng- og leikkonan Jennifer Lopez vakti mikla athygli á rauða dreglinum í Toronto á dögunum þegar kvikmyndin Unstoppable var frumsýnd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni þar í borg.
Lopez mætti á frumsýningu nýjustu myndar sinnar klædd silfurlituðum síðkjól frá ástralska tískuhönnuðinum Tamöru Ralph. Kjóll leikkonunnar huldi ekki mikið og var Lopez kviknakin undir kjólnum, en aðeins fjórar svartar slaufur héldu honum saman á báðum hliðum.
Mikil umræða skapaðist á samfélagsmiðlum um leið og leikkonan steig niður á rauða dregilinn. Margir eru á því að Lopez hafi verið að senda skýr skilaboð til fyrrverandi eiginmanns síns, leikstjórans Ben Affleck, með þessu og hafa hrósað leikkonunni fyrir fullkomið val á hefndarkjól.
Affleck, sem er einn framleiðenda myndarinnar, mætti ekki á frumsýninguna.
Lopez sótti um skilnað frá Affleck síðla ágústmánaðar.
Lopez og Affleck eiga langa sögu sundur og saman. Þau voru áður trúlofuð og ætluðu að gifta sig í september 2003 en hættu svo saman í byrjun árs 2004. Þau voru svo vinir og byrjuðu aftur saman 17 árum síðar.