Lína Birgitta Sigurðardóttir, eigandi íþróttavörumerkisins Define The Line Sport, valdi þaksvalir á Manhattan í New York til að sýna nýja línu. Sýningin fór fram í byggingunni 22 Vanderbilt og tóku önnur tíu merki þátt í sýningunni.
Lína Birgitta Sigurðardóttir, eigandi íþróttavörumerkisins Define The Line Sport, valdi þaksvalir á Manhattan í New York til að sýna nýja línu. Sýningin fór fram í byggingunni 22 Vanderbilt og tóku önnur tíu merki þátt í sýningunni.
Lína Birgitta Sigurðardóttir, eigandi íþróttavörumerkisins Define The Line Sport, valdi þaksvalir á Manhattan í New York til að sýna nýja línu. Sýningin fór fram í byggingunni 22 Vanderbilt og tóku önnur tíu merki þátt í sýningunni.
„Magnaður dagur og magnað ævintýri. Fór að gráta strax eftir showið þar sem allar tilfinningarnar komu yfir mig. Er svo þakklát að hafa upplifað þetta augnablik eftir endalausa vinnu,“ skrifar Lína á Instagram.
Guðmundur Birkir Pálmason, betur þekktur sem Gummi Kíró, var svo að sjálfsögðu mættur til að styðja við kærustuna.
Nýja línan einkenndist af jarðarlitum og látlausum sniðum. Flíkurnar sem hún sýndi voru meðal annars toppar, leggings og stórar töskur. Einnig mátti sjá flíkur í skærbláum lit. Fötin frá Define The Line eru framleidd í Kína og Pakistan.