Húðflúrarinn Sigrún Rós Sigurðardóttir fékk þá óhefðbundnu beiðni að húðflúra mynd af Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra í gervi Bjarnabófa á hægri rasskinn Braga Páls Sigurðarsonar rithöfundar.
Húðflúrarinn Sigrún Rós Sigurðardóttir fékk þá óhefðbundnu beiðni að húðflúra mynd af Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra í gervi Bjarnabófa á hægri rasskinn Braga Páls Sigurðarsonar rithöfundar.
Húðflúrarinn Sigrún Rós Sigurðardóttir fékk þá óhefðbundnu beiðni að húðflúra mynd af Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra í gervi Bjarnabófa á hægri rasskinn Braga Páls Sigurðarsonar rithöfundar.
Hann deildi myndum af húðflúrinu á Facebook-síðu sinni á mánudag og hafa viðbrögðin ekki látið á sér standa.
„Bjarni Ben hefur átt erfiða daga upp á síðkastið þannig ég ákvað að reyna að gleðja hann með því að fá mér nýtt tattú á rassinn. Meistari Sigrún Rós teiknaði og hélt á nálum,“ skrifaði hann við færsluna sem hátt í 500 manns hafa þegar líkað.
Bragi Páll er með þó nokkur vel valin húðflúr á líkama sínum og hefur gjarnan vakið athygli fyrir frumleg húðflúr sem tengjast meðal annars pólitískum skoðunum hans, en árið 2014 lét hann húðflúra setninguna „Hanna Birna segðu af þér“ á hægra lærið.