Víðs vegar um heiminn finnast undurfögur vötn, allt frá spegilsléttum vötnum sem endurspegla fegurstu fjallagarða heims yfir í fagurbleik vötn með merkilega jarðfræðisögu.
Víðs vegar um heiminn finnast undurfögur vötn, allt frá spegilsléttum vötnum sem endurspegla fegurstu fjallagarða heims yfir í fagurbleik vötn með merkilega jarðfræðisögu.
Á dögunum birtist listi yfir fegurstu vötn heims á vef virta ferðatímaritsins Condé Nast Traveller, en listann prýða fjölmörg falleg vötn, þar á meðal Jökulsárlón á Íslandi.
„Í Vatnajökulsþjóðgarði á Suðausturlandi er Jökulsárlón, en jökullónið og frosna ströndin eru talin vera eitt af náttúruundrum landsins og ekki að ástæðulausu: Svartir eldfjallasandar skapa magnað sjónarspil til móts við ísbúta sem skolast í land. Svo fær áfangastaðurinn enn fleiri bónusstig þegar norðurljósin endurspeglast í vatninu,“ er skrifað um lónið í greininni.
Hér má svo sjá fimmtán vötn af listanum sem standa upp úr að mati blaðamanns ferðavefs mbl.is.
Laguna Colorada
Laguna Colorada er hátt uppi í bólivísku fjöllunum, en vatnið er með einstakan bleikan blæ vegna rauðþörunga sem finnast í vatninu.
Ljósmynd/Unsplash/Hugo Kruip
Dauðahafið
Þrátt fyrir nafngiftina er Dauðahafið í raun saltvatn umvafið hvítum serpentínsaltmyndunum og fallegum fjöllum sem skapa einstakt sjónarspil.
Ljósmynd/Pexels/Aviv Perets
Kawaguchiko-vatn
Horft í gegnum blómstrandi kirsuberjatré yfir Kawaguchiko-vatn og Fuji-fjall í Japan.
Ljósmynd/Unsplash/Spenser Sembrat
Como-vatn
Það þarf varla að kynna Como-vatn á Ítalíu fyrir lesendum, enda eitt frægasta og fegursta vatn heims.
Ljósmynd/Unsplash/Peter Thomas
Tahoe-vatn
Lake Tahoe er stærst alpavatna í Norður-Ameríku og er talið hafa myndast milljónum ára fyrir ísöld.
Ljósmynd/Unsplash/Ethan Dow
Sørvágsvatn
Sørvágsvatn er stærsta stöðuvatn Færeyja.
Ljósmynd/Unsplash/Maria Teneva
Thale Noi
Hið undurfagra Thale Noi í Tælandi.
Ljósmynd/Unsplash/Billow926
Hutt Lagoon
Það er erfitt að toppa sjónarspilið þegar horft er yfir Moraine-vatn í fögrum fjallasal í Kanada.
Ljósmynd/Unsplash/Davey Gravy
Tekapo-vatn
Litagleðin ræður ríkjum í hinu stórbrotna Hutt Lagoon í Ástralíu.
Ljósmynd/Unsplash/Dylan Shaw
Lago di Braies
Það sem gerir Lake Tekapo í Nýja Sjálandi einstakt eru litríku lúpínurnar sem vaxa meðfram bakka vatnsins.
Ljósmynd/Unsplash/Munir Rani
Mondsee
Dólómítarnir bjóða upp á eina fegurstu fjallasýn í Evrópu, ekki síst þegar fjöllin endurspeglast í Lago di Braies á Ítalíu.
Ljósmynd/Unsplash/Giordano Rossoni
Lac de Sainte-Croix
Aðdáendur kvikmyndarinnar Söngvaseiðs (e. Sound of Music) ættu að kannast við Mondsee í Austurríki, en þar er sérlega fallegt stöðuvatn.
Ljósmynd/Unsplash/Joseph Jones
Bachalpsee-vatn
Þegar siglt er niður ána Verdon í Frakklandi blasir við hið töfrandi Lac de Sainte-Croix.
Ljósmynd/Unsplash/Jens Peter Olesen
Pichola-vatn
Töfrandi útsýni yfir Bachalpsee-vatn í Sviss.
Ljósmynd/Unsplash/Ansgar Scheffold
Í sögufrægu borginni Udaipur í Indlandi finnur þú Pichola-vatn.
Ljósmynd/Unsplash/Yashowardan Singh