Tjónið gæti numið 17 milljörðum

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 12. september 2024

Tjónið gæti numið 17 milljörðum

Áætlað heildartjón á mannvirkjum í Grindavík gæti numið allt að 16-17 milljörðum króna. Náttúruhamfaratrygging hefur metið tjón á íbúðarhúsum í Grindavík upp á 6,5 milljarða en á eftir að klára mat á tjóni á innviðum eins og veitum, hafnarmannvirkjum og atvinnuhúsnæði.

Tjónið gæti numið 17 milljörðum

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 12. september 2024

Heildarvirði vátryggðra eigna í Grindavík var metið á rúma 150 …
Heildarvirði vátryggðra eigna í Grindavík var metið á rúma 150 milljarða króna þegar hamfarirnar byrjuðu í nóvember. mbl.is/Árni Sæberg

Áætlað heildartjón á mannvirkjum í Grindavík gæti numið allt að 16-17 milljörðum króna. Náttúruhamfaratrygging hefur metið tjón á íbúðarhúsum í Grindavík upp á 6,5 milljarða en á eftir að klára mat á tjóni á innviðum eins og veitum, hafnarmannvirkjum og atvinnuhúsnæði.

Áætlað heildartjón á mannvirkjum í Grindavík gæti numið allt að 16-17 milljörðum króna. Náttúruhamfaratrygging hefur metið tjón á íbúðarhúsum í Grindavík upp á 6,5 milljarða en á eftir að klára mat á tjóni á innviðum eins og veitum, hafnarmannvirkjum og atvinnuhúsnæði.

Þetta kom fram í máli Jóns Örvars Bjarnasonar, sviðsstóra vátryggingasviðs Náttúruhamfaratrygginga, á málþingi um jarðskjálftahættu á Íslandi sem haldið var á vegum Verkfræðingafélags Íslands.

Á eftir að klára mat á innviðum

Heildarvirði vátryggðra eigna í Grindavík var metið á rúma 150 milljarða króna þegar hamfarirnar byrjuðu í nóvember. Tjónið sem orðið hefur á íbúðarbyggingum nemur nær 6,9 milljörðum.

Stærsti hlutinn, 6,5 milljarðar, er vegna tjóns á íbúðarhúsnæði, 240 milljónir eru lausafé og rúmar 100 milljónir vegna hluta af tjóni á innviðum.

Hann segir að það eigi eftir að klára mat á veitukerfum, hafnarmannvirkjum og verðmætum húseignum eins og iðnaðarhúsnæði.

Landið skekkist og brýtur húsin

„Við erum að fá mikið af altjónshúsum þar sem burðarvirkið brotnar og skemmist þar sem þau standa nálægt sprungunum. Það er ekki hristingur sem brýtur þau, heldur er það skekkja og aflögun á landinu sem veldur því að þau brotna og skemmast.

Það er búið að skoða allar eignir sem urðu fyrir skemmdum, en endanlegt mat í öllum málum liggur ekki enn fyrir. Talan 6,9 milljarðar á eftir að hækka þar sem ekki er búið að meta tjón á veitukerfum, hafnarmannvirkjum, götum og atvinnuhúsnæði. Heildarupphæðin gæti numið 16-17 milljörðum, með þeim fyrirvara að ekkert nýtt komi fram eða gerist.“

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag.

mbl.is