Svipuð þróun og fyrir síðustu gos

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 19. september 2024

Svipuð þróun og fyrir síðustu gos

Land í Svartsengi rís með jöfnum hraða og áætla líkanreikningar að kvikusöfnun haldi sömuleiðis áfram með svipuðum hraða.

Svipuð þróun og fyrir síðustu gos

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 19. september 2024

Tvær vikur eru liðnar frá því að eldgosinu lauk.
Tvær vikur eru liðnar frá því að eldgosinu lauk. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Land í Svartsengi rís með jöfnum hraða og áætla líkanreikningar að kvikusöfnun haldi sömuleiðis áfram með svipuðum hraða.

Land í Svartsengi rís með jöfnum hraða og áætla líkanreikningar að kvikusöfnun haldi sömuleiðis áfram með svipuðum hraða.

„Mælingum á landrisi og áætlun á hraða kvikusöfnunar svipar til þess sem sást á milli síðustu kvikuhlaupa og eldgosa á Sundhnúkagígaröðinni,“ segir í tilkynningu Veðurstofunnar.

Búast má við nýju kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi á Sundhnúkagígaröðinni. Jarðvísindamenn telja þó ólíklegt að sú sviðsmynd raungerist á næstu vikum ef horft er til síðustu tveggja atburða. Aðeins brot af þeirri kviku sem fór úr kvikuhólfinu í síðasta eldgosi hefur safnast fyrir þar aftur.

Of snemmt er hins vegar að fullyrða um hvenær von er á næsta kvikuhlaupi eða eldgosi.

mbl.is