Erna Mist og Þorleifur seldu tvær íbúðir á svipuðum tíma

Heimili | 24. september 2024

Erna Mist og Þorleifur seldu tvær íbúðir á svipuðum tíma

Erna Mist Yamagata listamaður og Þorleifur Örn Arnarsson leikstjóri hafa staðið í ströngu síðustu mánuði. Parið á ekki bara von á barni saman heldur hafa þau selt tvær íbúðir á samtals 152.900.000 kr. 

Erna Mist og Þorleifur seldu tvær íbúðir á svipuðum tíma

Heimili | 24. september 2024

Erna Mist og Þorleifur Örn hafa bæði selt íbúðir sínar.
Erna Mist og Þorleifur Örn hafa bæði selt íbúðir sínar. Samsett mynd

Erna Mist Yamagata listamaður og Þorleifur Örn Arnarsson leikstjóri hafa staðið í ströngu síðustu mánuði. Parið á ekki bara von á barni saman heldur hafa þau selt tvær íbúðir á samtals 152.900.000 kr. 

Erna Mist Yamagata listamaður og Þorleifur Örn Arnarsson leikstjóri hafa staðið í ströngu síðustu mánuði. Parið á ekki bara von á barni saman heldur hafa þau selt tvær íbúðir á samtals 152.900.000 kr. 

Íbúð á besta stað! 

Þorleifur átti íbúð við Flókagötu 3 og auglýsti hana til sölu á dögunum. Íbúðin er 107 fm að stærð og er í húsi sem reist var 1937. Nú hefur íbúðin verið seld á 88 milljónir. 

Þorleifur hefur selt íbúð sína við Flókagötu 3 í Reykjavík.
Þorleifur hefur selt íbúð sína við Flókagötu 3 í Reykjavík.

Klapparstígur kallar!

Um svipað leyti auglýsti Erna Mist íbúð sína við Klapparstíg 7 til sölu. Um er að ræða 66 fm íbúð við Klapparstíg í Reykjavík. Íbúðin er í blokk sem reist var 1999 og er sér­lega eigu­leg en búið er að nostra við hana á all­an hátt. 

Á gólf­un­um er niður­límt fiski­beinap­ar­ket frá versl­un­inni Birg­is­son sem fer vel við hvíta sprautulakkaða inn­rétt­ingu sem prýðir eld­húsið. Kvart­sít steinn frá Granítsmiðjunni set­ur svip sinn á eld­húsið og býr til ákveðna miðjarðar­hafs­stemn­ingu í íbúðinni. 

Erna Mist átti íbúð við Klapparstíg í Reykjavík en nú …
Erna Mist átti íbúð við Klapparstíg í Reykjavík en nú hefur íbúðin verið seld.

Nú hefur Erna Mist selt íbúðina á 64.900.000 kr. 

Smartland óskar parinu til hamingju með fasteignaviðskiptin! 

mbl.is