Nýbakað brauð og kökur á hverjum morgni í 190 ár

Bakstur | 25. september 2024

Nýbakað brauð og kökur á hverjum morgni í 190 ár

Bernhöftbakarí við Klapparstíg í hjarta borgarinnar fagnar 190 ára afmæli í dag og er jafnframt elsta fyrirtæki landsins.

Nýbakað brauð og kökur á hverjum morgni í 190 ár

Bakstur | 25. september 2024

Afi Sigurðar Más Guðjónssonar keypti bakaríið af Bernhöftsættinni árið 1942. …
Afi Sigurðar Más Guðjónssonar keypti bakaríið af Bernhöftsættinni árið 1942. Það var sett á stofn árið 1834. mbl.is/Kristinn Magnússon

Bernhöftbakarí við Klapparstíg í hjarta borgarinnar fagnar 190 ára afmæli í dag og er jafnframt elsta fyrirtæki landsins.

Bernhöftbakarí við Klapparstíg í hjarta borgarinnar fagnar 190 ára afmæli í dag og er jafnframt elsta fyrirtæki landsins.

„Það er fátt yndislegra en að taka nýbakað brauð úr ofninum á morgnana. Það eru forréttindi,“ segir Sigurður Már Guðjónsson, bakara- og kökugerðarmeistari og eigandi Bernhöftsbakarís við Klapparstíg.

Bernhöftsbakarí fagnar 190 ára afmæli í dag og er elsta starfandi fyrirtæki landsins. Mikið vatn hefur runnið til sjávar og samfélagið stökkbreyst frá því fyrirtækið var sett á stofn árið 1834 en Sigurður segir að fólk vilji enn fá hágæðavörur úr bakaríi.

„Þjóðverjar segja að þróun borgarmenningar í Evrópu hafi orðið í kringum bakarí. Þau spila stærri rullu í menningu okkar en við gerum okkur grein fyrir,“ segir hann.

Sigurður rekur sögu Bernhöftsbakarís þannig að Peter Christian Knudtzon kaupmaður hafi tekið áskorun yfirvalda um að opna alvörubakarí á evrópska vísu í Reykjavík. Bakarinn sem tók að sér reksturinn hét Bernhöft og keypti svo bakaríið af kaupmanninum árið 1845. Fyrst um sinn var Bernhöftsbakarí í bakarabrekkunni en flutti á Bergstaðastræti 14 árið 1927 og svo yfir götuna á Bergstaðastræti 13 árið 1983. Árið 2016 var það svo flutt á Klapparstíg 3.

Elsta fyrirtæki landsins

Sigurður segir að rekstur Bernhöftsbakarís gangi vel þótt ákvarðanir borgaryfirvalda hafi þrengt að undanfarið. Breytingar á gjaldsvæðum hafi leitt til þess að margir sæki í bílastæði við bakaríið og leggi gjarnan bílum sínum þar yfir helgar. Þá hafi strætóstoppistöð sem sett var niður skammt frá ekki verið nein himnasending. Þar fyrir utan sé bjart fram undan. „Það hafa orðið alger umskipti á fjölda nýnema í bakaraiðn. Fjöldi þeirra hefur tvöfaldast tvö ár í röð og við getum ekki kvartað yfir því. Kollegar okkar í öðrum löndum, sérstaklega í Þýskalandi, klóra sér í kollinum yfir þessu og spyrja hvað við séum eiginlega að gera á Íslandi,“ segir Sigurður, sem er formaður Landssambands bakarameistara og heldur góðu sambandi við bakarameistara víða um heim.

Allir fá taupoka með merki bakarísins

Afmælinu verður fagnað í Bernhöftsbakaríi líkt og gert hefur verið á fimm ára fresti um nokkurt skeið. Allir viðskiptavinir sem koma í bakaríið í kringum afmælið fá taupoka með merki bakarísins. „Þetta er orðin föst hefð fyrir marga. Okkur finnst gaman að sjá þegar fólk kemur svo með pokann til að kaupa brauð hjá okkur.“

mbl.is