Vinkonurnar Lydía Ósk Ómarsdóttir og Gulla Bjarna eru umsjónarmenn hlaðvarpsins Í alvöru talað! Gulla er förðunarfræðingur, áhugaleikari og tískuáhugakona mikil og starfar sem verslunarstjóri í Collections á Hafnartorgi. Lydía er sálfræðingur, jógakennari og fyrirlesari.
Vinkonurnar Lydía Ósk Ómarsdóttir og Gulla Bjarna eru umsjónarmenn hlaðvarpsins Í alvöru talað! Gulla er förðunarfræðingur, áhugaleikari og tískuáhugakona mikil og starfar sem verslunarstjóri í Collections á Hafnartorgi. Lydía er sálfræðingur, jógakennari og fyrirlesari.
Vinkonurnar Lydía Ósk Ómarsdóttir og Gulla Bjarna eru umsjónarmenn hlaðvarpsins Í alvöru talað! Gulla er förðunarfræðingur, áhugaleikari og tískuáhugakona mikil og starfar sem verslunarstjóri í Collections á Hafnartorgi. Lydía er sálfræðingur, jógakennari og fyrirlesari.
Í þessum þætti tala þær um sjálfsvinnu. Gulla segist hafa verið að fara í gegnum streitutímabil í vinnunni en eftir sjálfsvinnuna sem hún hefur verið í undanfarin ár finnst henni auðveldara að fást við það verkefni en áður og finnst það valdeflandi.
Lydía segir að henni finnist eins og sjálfsvinnan leiði til þess að maður geti verið eins og klettur í ólgusjó.
„Það sagði þetta einhver við mig einhvern tíma og ég skildi það ekki þá. Ég er þó farin að skilja þetta núna. Maður stendur sterkur í sér og þó lífið hendi í mann alls konar erfiðum verkefnum stendur maður keikur og fer í gegnum þetta. Það er af því maður er búinn að vinna svo mikið í sjálfum sér og fara í gegnum alls konar skít. Þetta upplifi ég sem ákveðið öryggi í mínu lífi. Að finna að ég get tekist á við erfið verkefni,“ segir Gulla.
Lydía upplifir að þetta hafi verið öðruvísi áður en hún fór í kulnun.
„Þá leið mér meira eins og lauf í vindi. Núna stend ég sterkari í mér og kann fleiri verkfæri til þess að takast á við vandamál og passa að mér líði vel. Ég kann að hlúa að mér núna. Núna hendir lífið auðvitað í mig erfiðum verkefnum sem hrista upp í mér og það verður örugglega þannig áfram. Lífið er því miður þannig. En núna er ég minna hrædd. Ég veit að ég get tekist á við erfið verkefni,“ segir Lydía.
Lydía vill að fólk viti að þó þær vinkonur séu að segja frá því hvernig þær hafa verið að vinna í sjálfum sér þá sé það alls ekki eina rétta leiðin sem þær fóru. Allir eru ólíkir og þurfa að finna sína leið til þess að líða vel og komast í gegnum lífið.
„Kannski hjálpar okkar saga samt einhverjum og þess vegna erum við að þessu,“ segir hún.
En hvað er sjálfsvinna?
„Ég myndi segja að sjálfsvinna sé leiðir sem við beitum til þess að líða betur og vera meira við sjálf. Sjálfsvinna snýst ekki um að breyta sér heldur komast nær sjálfum sér. Við getum nefnilega ekki verið neitt annað en við sjálf. Það er ekki hægt að vera neitt annað,“ segir Lydía. Hún nefnir að sjálfsvinna geti verið svo margt eins og að borða hollan mat, hreyfa sig, hvíla sig, hitta vini sína, setja öðrum og sjálfum sér mörk, vinna í áföllum sínum og bæta samskipti.
„En í mínum huga þá er stærsti lykillinn í sjálfsvinnu að vera tengdur sjálfum sér. Að taka eftir því sem er að gerast innra með þér. Að taka eftir tilfinningum þínum, að taka eftir hugsunum þínum, að taka eftir viðhorfunum og skoðununum sem þú hefur. Að taka eftir líkamanum þínum. Að finna þegar maður er svangur, þyrstur, þreyttur, órólegur og þegar maður þarf knús. Þetta er mjög erfitt fyrir marga, til dæmis mig,“ segir Lydía og Gulla tekur undir þetta.
„Ég lagði það á mig í rosalega mörg ár að finna ekki tilfinningar mínar. Ég lagði mikla vinnu í það. Ég vildi að ég væri grínast en það var bara svo erfitt að finna þær. Þetta var viðbjóður og ógeð,“ segir Gulla og játar að hafa núna meira hugrekki til þess að horfa inn á við og finna fyrir erfiðum tilfinningum.
„Svo er mikilvægt að átta sig á að sjálfsvinna er ævistarf. Við erum aldrei búin að vinna í okkur eða útskrifast úr sjálfsvinnuskólanum. Sjálfsvinna er oft drulluerfið en við höldum samt alltaf áfram og þá getur okkur liðið betur og betur. Það er það sem er svo dásamlegt við sjálfsvinnuna og þess vegna höldum við áfram, af því við finnum hvað okkur líður alltaf betur og betur,“ segir Lydía.
Hér fyrir neðan er hægt að hlusta á þáttinn: