„Ég kunni ekki alveg að keppa á þessum tíma og ég höndlaði keppnisstressið ekki vel,“ sagði crossfitkonan Sólveig Sigurðardóttir í Dagmálum.
„Ég kunni ekki alveg að keppa á þessum tíma og ég höndlaði keppnisstressið ekki vel,“ sagði crossfitkonan Sólveig Sigurðardóttir í Dagmálum.
„Ég kunni ekki alveg að keppa á þessum tíma og ég höndlaði keppnisstressið ekki vel,“ sagði crossfitkonan Sólveig Sigurðardóttir í Dagmálum.
Sólveig, sem er 29 ára gömul, tilkynnti á síðasta ári að hún væri hætt að keppa í crossfit og kom sú ákvörðun mörgum á óvart enda var hún efsti Íslendingurinn á heimslistanum í crossfit á þeim tíma.
Sólveig fór á sitt fyrsta Evrópumót árið 2018 og hafnaði í 34. ssæti en hún upplifði mikið keppnisstress á mótinu.
„Fjölskyldan mín komst ekki með mér út að horfa á mig og ég var mikið ein þarna,“ sagði Sólveig.
„Það var erfitt fyrir mig og ég man eftir því að ég grét mikið áður en ég fór, því ég upplifði mig mjög eina. Fjölskyldan var að fara á Ed Sheeran-tónleika og þetta var aðeins of mikið.
Evrópumótin í crossfit eru mjög stór mót. Ég var ekki með neinn þjálfara á þessum tíma og ég kunni í raun ekkert að keppa þarna,“ sagði Sólveig meðal annars.
Viðtalið við Sólveigu í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.