Íslenska húðvörumerkið BIOEFFECT fagnar útgáfu nýrrar hátíðargjafasetta sem eru unnin í samstarfi við listakonuna Þórdísi Erlu Zoëga. Útkoman er töfrandi ferðalag EGF-húðdropanna í gegnum húðlögin og nýtir listakonan sérkenni vörumerkisins.
Íslenska húðvörumerkið BIOEFFECT fagnar útgáfu nýrrar hátíðargjafasetta sem eru unnin í samstarfi við listakonuna Þórdísi Erlu Zoëga. Útkoman er töfrandi ferðalag EGF-húðdropanna í gegnum húðlögin og nýtir listakonan sérkenni vörumerkisins.
Íslenska húðvörumerkið BIOEFFECT fagnar útgáfu nýrrar hátíðargjafasetta sem eru unnin í samstarfi við listakonuna Þórdísi Erlu Zoëga. Útkoman er töfrandi ferðalag EGF-húðdropanna í gegnum húðlögin og nýtir listakonan sérkenni vörumerkisins.
Þórdís Erla hafði einkenni og ímynd vörumerkisins í huga og skapaði verk í þrívídd út frá einkennandi röndum BIOEFFECT.
„Innblásturinn fyrir gjafasettin kom frá EGF-húðdropunum og ferðalagi þeirra frá ytri heiminum til innri heims húðarinnar. Ég vildi túlka ferðalag þeirra í gegnum húðlögin þar til þeir ná áfangastað og byrja að virka,“ segir Þórdís Erla í fréttatilkynningu.
Þórdís Erla Zoëga er metnaðarfull listakona sem hefur þegar skapað sér nafn í listaheiminum hérlendis og erlendis. Þórdís Erla á viðburðarríkan feril að baki en hún var meðal annars valin bæjarlistarmaður Seltjarnarnesbæjar 2022. Í Gróttu er að finna útilistaverk eftir hana.
„Í sköpun minni dansa ég á línunni milli listar og hönnunar. Ég vinn með ýmis efni, en mér finnst sérstaklega áhugavert að nota efni sem hægt er að leika sér að með ljósi og reyna að fanga töfra hversdagsleikans.”
Hún hefur sett upp sýningar víðsvegar um heiminn. Nýverið bar Þórdís Erla sigur úr býtum í samkeppni um nýtt útilistaverk við nýjan Landspítala. Vinningstillaga hennar nefnist Upphaf og er verkið hringlaga form sem ætlað er að afmarka annars vegar tjörn og hins vegar setsvæði til hliðar við aðalinngang byggingarinnar.
BIOEFFECT hefur haft það sem árlega hefð að vinna með íslenskum listakonum þegar kemur að hönnun gjafasettanna. Meðal fyrri samstarfa má nefna Kristjönu S. Williams og Doddu Maggý. Þá hefur BIOEFFECT einnig unnið með listafólkinu James Merry og Shoplifter, Hrafnhildi Árnadóttur, sem hannaði 10 ára afmælisútgáfu EGF húðdropanna.
Samstarf BIOEFFECT við íslenskt listamenn vekur heimsathygli og nær kynningin til yfir tuttugu landa þar sem vörur merkisins eru seldar.