„Dálítið óhugnanlegar þessar hviður“

Fellibylurinn Milton | 10. október 2024

„Dálítið óhugnalegar þessar hviður“

Íslensk fjölskylda sem stödd er í smábænum Dunedin nálægt Clearwater við Tampa-flóa í Flórída slapp vel þegar fellibylurinn Milton gekk yfir í gærkvöldi og í nótt. Rafmagnið fór af um tíma og sundlaugin fylltist af trjágreinum, en engar skemmdir urðu á húsinu þeirra. 

„Dálítið óhugnalegar þessar hviður“

Fellibylurinn Milton | 10. október 2024

Pétur Konráð Hlöðversson ásamt konu sinni, Sigríði Þórðardóttur.
Pétur Konráð Hlöðversson ásamt konu sinni, Sigríði Þórðardóttur. Ljósmynd/Aðsend

Íslensk fjölskylda sem stödd er í smábænum Dunedin nálægt Clearwater við Tampa-flóa í Flórída slapp vel þegar fellibylurinn Milton gekk yfir í gærkvöldi og í nótt. Rafmagnið fór af um tíma og sundlaugin fylltist af trjágreinum, en engar skemmdir urðu á húsinu þeirra. 

Íslensk fjölskylda sem stödd er í smábænum Dunedin nálægt Clearwater við Tampa-flóa í Flórída slapp vel þegar fellibylurinn Milton gekk yfir í gærkvöldi og í nótt. Rafmagnið fór af um tíma og sundlaugin fylltist af trjágreinum, en engar skemmdir urðu á húsinu þeirra. 

„Þetta var eins og ég bjóst við, það voru læti hjá okkur í gærkvöldi og rafmagnið fór stöðugt af og á í einhverja klukkutíma og fór svo alveg af. Svo reyndum við að sofna en það var lítið um svefn. Það var ekki fyrr en um þrjúleytið í nótt sem fór að lægja hjá okkur,“ segir Pétur Konráð Hlöðversson í samtali við mbl.is, en hann er staddur úti ásamt konu sinni og tveimur sonum.

„Þetta hljómaði fyrir okkur eins og rauð viðvörun heima. Það var svolítið óþægilegt að hafa hlera fyrir gluggunum því þegar það komu miklar hviður þá vissi maður ekki hvort það kæmi eitthvað sem myndi lenda á gluggunum. Það voru dálítið óhugnanlegar þessar hviður sem komu inn á milli,“ segir Pétur.

Milton olli skemmdum víða þrátt fyrir að dregið hefði úr …
Milton olli skemmdum víða þrátt fyrir að dregið hefði úr styrk hans. AFP/Giorgio Viera

Heppin með rafmagnið

„Svo þegar við fórum út í morgun var laugin full af greinum og laufi og greinar höfðu brotnað yfir garðinn okkar. Gatan var líka full af dauðum trjám og greinum. Girðingin hjá nágrannanum á móti lagðist á hliðina. Næst okkur eru þetta bara trjágreinar og svoleiðis.“

Í fyrstu var Milt­on flokkaður sem fimmta stigs felli­byl­ur en þegar hann gekk á land var hann kom­inn niður í flokk þrjú og einni og hálfri klukku­stund síðar í flokk tvö og nokkru síðar í flokk 1. Pétur spáði því einmitt í gær að draga myndi úr styrknum og að Milton yrði líklega ekki meira en 3. stigs fellibylur þegar hann næði landi.

AFP/Bryan R. Smith

En þó fjölskyldan í Dunedin hafi sloppið vel þá hafa töluverðar skemmdir orðið víða vegna fellibylsins, meðal annars vegna sjávarflóða og staðfest er að minnst fjórir eru látnir. Þá eru milljónir án rafmagns.

Þau eru hins vegar komin með rafmagn aftur og Pétur segir þau mjög heppin með það. Í næstu götu við hliðina á féll nefnilega tré á háspennulínur og þar er enn rafmagnslaust.

AFP/Sean Rayford

„Nú er bara að drekka allt vatnið“

Í gær talaði Pétur um að hjá þeim stafaði mesta hættan af búslóðum í grenndinni sem enn stóðu úti eftir að fellibylurinn Helen gekk yfir fyrir rúmum tveimur vikum, en þau urðu ekkert vör við að hlutir væru að fjúka þaðan. Að minnsta kosti ekki yfir í þeirra garð, en þau hafa ekki farið út fyrir götuna sína.

Fjölskyldan hafði undirbúið sig vel, eins og yfirvöld í Flórída höfðu hvatt fólk til, höfðu birgt sig upp af vatni, mat og rafhlöðum. 

„Nú er bara að drekka allt vatnið og borða allan matinn sem við vorum búin að sanka að okkur,“ segir Pétur kíminn að lokum.

AFP/Miguel J. Rodriguez Carrillo
mbl.is