Fellibylurinn Milton skall á vesturströnd Flórída í Bandaríkjunum á öðrum tímanum í nótt að íslenskum tíma. Tilkynnt hefur verið um nokkur dauðsföll og þá eru meira en tvær milljónir manna og fyrirtækja án rafmagns víðs vegar um Flórída-ríki.
Fellibylurinn Milton skall á vesturströnd Flórída í Bandaríkjunum á öðrum tímanum í nótt að íslenskum tíma. Tilkynnt hefur verið um nokkur dauðsföll og þá eru meira en tvær milljónir manna og fyrirtækja án rafmagns víðs vegar um Flórída-ríki.
Fellibylurinn Milton skall á vesturströnd Flórída í Bandaríkjunum á öðrum tímanum í nótt að íslenskum tíma. Tilkynnt hefur verið um nokkur dauðsföll og þá eru meira en tvær milljónir manna og fyrirtækja án rafmagns víðs vegar um Flórída-ríki.
Í fyrstu var Milton flokkaður sem fimmta stigs fellibylur en þegar hann gekk á land var hann kominn niður í flokk þrjú og einni og hálfri klukkustund síðar í flokk tvö og nokkru síðar í flokk 1. Engu að síður er hann enn mjög hættulegur.
Milljónir íbúa í Flórída náðu að yfirgefa heimili sín áður en fellibylurinn skall á ríkinu en aðeins eru tvær vikur liðnar frá því fellibylurinn Helene gekk yfir Flórída sem olli gríðarlegu eignartjóni og á þriðja hundrað manns létu lífið.
Margir hvirfilvindar hafa fylgt komu Miltons og lögregluyfirvöld í Lucie-sýslu greindu frá því við fjölmiðla að hópur fólks hafi látist.
„Það hafa komið margir hvirfilbylir í okkar samfélagi og fólk hefur dáið,“ segir segir Keith Pearson, lögreglustjóri í St Lucie-sýslu, við BBC.
Gríðarleg úrkoma hefur fylgt fellibylnum og á sumum stöðum er því spáð að úrkoman verði 300-400 millimetrar. Veðurstofan í Tampa hefur varað við lífshættulegum flóðum en skyndiflóð hafa víða farið af stað og talið er að vatnshæð geti náð allt að fjórum metrum.
Sendir hafa verið nærri 10.000 þjóðvarðliðsmenn á vettvang með allt að 20 milljónir matarpakka og 40 milljónir lítra af vatni sem þeir eru tilbúnir að dreifa.
Hlutar af hvolflaga þaki 42.000 manna hafnaboltaleikvangs í St. Petersburg rifnaði í fárviðrinu en leikvangurinn er heimavöllur hafnaboltaliðsins Tampa Bay Rays. Leikvangurinn var notaður sem skjól fyrir fyrstu viðbragðsaðila en ekki er vitað um hvort einhver meiðsl hafi orðið á fólki.
Washington Post greinir frá því að björgunarmenn hafi verið sendir á HCA Largo-sjúkrahúsið í Largo þar sem flóð eru í kjallara byggingarinnar. Sydney Criteser, talsmaður Pinellas-sýslu, segir að neyðarstarfsmenn séu að meta hvort flytja eigi sjúklingana, í burtu en 450 rúm eru á sjúkrahúsinu.