Tjónið er mikið á þeim svæðum sem verst urðu úti í fellibylnum Milton sem fór yfir Flórídaríki í Bandaríkjunum í nótt og dag.
Tjónið er mikið á þeim svæðum sem verst urðu úti í fellibylnum Milton sem fór yfir Flórídaríki í Bandaríkjunum í nótt og dag.
Tjónið er mikið á þeim svæðum sem verst urðu úti í fellibylnum Milton sem fór yfir Flórídaríki í Bandaríkjunum í nótt og dag.
Á myndum frá fréttaveitunni AFP má sjá hvernig vatn flæðir yfir götur í heilu hverfunum í Punta Gurda á Siesta Key-svæðinu. Mikið vatn var enn á götum í Clearwater á sama tíma og viðbragðsaðilar hjálpuðu íbúum að komast af heimilum sínum.
Í miðborg St. Petersburg féll byggingarkrani á háhýsi og olli miklum skemmdum. Þar í borg rifnaði þakið af Tropicana-vellinum.