Heimili og hverfi Gísla Gunnarssonar í Auburndale í Flórída slapp vel í fellibylnum Milton í gær þó allt sé nú orðið rafmagnslaust. Fellibylurinn var kraftminni en upphaflega var búist við þegar hann kom að hverfinu hans.
Heimili og hverfi Gísla Gunnarssonar í Auburndale í Flórída slapp vel í fellibylnum Milton í gær þó allt sé nú orðið rafmagnslaust. Fellibylurinn var kraftminni en upphaflega var búist við þegar hann kom að hverfinu hans.
Heimili og hverfi Gísla Gunnarssonar í Auburndale í Flórída slapp vel í fellibylnum Milton í gær þó allt sé nú orðið rafmagnslaust. Fellibylurinn var kraftminni en upphaflega var búist við þegar hann kom að hverfinu hans.
„Það virðist hafa sloppið rosa vel,“ segir hann spurður um hvernig hverfið hans slapp.
Hann bætir því þó við um leið að allt sé rafmagnslaust og verði það líklega næstu daga eða vikur.
mbl.is ræddi við Gísla í gær og hvernig hann væri að undirbúa sig fyrir fellibylinn. Hann var meðal annars búinn að tryggja sér matar- og vatnsbirgðir.
Gísli keypti sér tíu kílóvatta varaaflsstöð í fyrradag og hann notar hana til að halda ísskápnum köldum. Núna ætlar hann að komast að því hvernig hann getur tengt hana við hitatankinn svo hann geti farið í heita sturtu.
Trjágreinar eru á víð og dreif eftir fellibylinn, sem varð um eins stigs þegar kom að húsi Gísla, en engir aðskotahlutir tjónuðu húsið að hans viti.
„Það er óttalegt drasl út um allt, ég sá að nágrannarnir voru komnir út klukkan sex [að taka til] en grindverkin hjá okkur losnuðu frá staurunum. Það verður verkefni dagsins á eftir að fara út með skrúfvélarnar og skrúfa þetta aftur í,“ segir hann.
Hann segir að hávaðinn frá fellibylnum hafi ekki haldið fyrir honum vöku þó að sambýliskonan hafi vakið hann um nóttina út af smá stressi. Hann segir að þetta hafi verið eins og „góður stormur í skála upp á fjöllum á Íslandi.“
„En það koma nokkuð miklir dynkir þegar það eru að brotna stórar greinar og lenda á þakinu. Koma fljúgandi og þá kemur svolítið bank. Hún var pínu stressuð um tvöleytið, það voru orðin svo mikil læti, og þá var ég sofnaður og hún kom og vakti mig,“ segir hann og hlær.
Hann segir að dregið hafi verulega úr fellibylnum rétt áður en hann kom að húsinu.