Spáðu 20 þúsund km hraða vindstyrk

Fellibylurinn Milton | 10. október 2024

Spáðu 20 þúsund km hraða vindstyrk

Breska ríkisútvarpið, BBC, hefur beðist afsökunar eftir að röng veðurspá þess sýndi vindhraða upp á rúmlega 20 þúsund km hraða í Lundúnum, á sama tíma og fellibylurinn Milton gekk yfir bandaríska ríkið Flórída.

Spáðu 20 þúsund km hraða vindstyrk

Fellibylurinn Milton | 10. október 2024

Breska ríkisútvarpið hefur beðist afsökunar á mistökunum.
Breska ríkisútvarpið hefur beðist afsökunar á mistökunum. AFP/Ben Stansall

Breska ríkisútvarpið, BBC, hefur beðist afsökunar eftir að röng veðurspá þess sýndi vindhraða upp á rúmlega 20 þúsund km hraða í Lundúnum, á sama tíma og fellibylurinn Milton gekk yfir bandaríska ríkið Flórída.

Breska ríkisútvarpið, BBC, hefur beðist afsökunar eftir að röng veðurspá þess sýndi vindhraða upp á rúmlega 20 þúsund km hraða í Lundúnum, á sama tíma og fellibylurinn Milton gekk yfir bandaríska ríkið Flórída.

„Ekki hafa áhyggjur – fellibylurinn Milton er ekki kominn hingað til Bretlands!“ sagði einn af veðurfræðingum BBC, Matt Taylor, á X.

„Það komu upp vandamál með gögn á milli þeirra sem útvega okkur þau og appsins á netinu. Það er verið að reyna að leysa vandann,“ sagði hann og bætti við: „Þið þurfið ekki að missa ykkur og kaupa eldivið og kerti.“

Einnig kom fram í veðurfréttunum að spáð væri 404 stiga hita í borginni Nottingham í nótt.

mbl.is