„Við vorum ljónheppnir“

Fellibylurinn Milton | 10. október 2024

„Við vorum ljónheppnir“

„Þetta var hvellur, hávaðarok og rigning og það var ekkert annað hægt að gera en að bíða og vona það besta,“ segir Frosti Jónsson, tónlistarmaður og tölfræðigúrú, sem upplifði fellibylinn Milton frá heimili sínu í úthverfi Tampa í Flórída í gær.

„Við vorum ljónheppnir“

Fellibylurinn Milton | 10. október 2024

Frosti Jónsson býr í úthverfi Tampa í Flórída þar sem …
Frosti Jónsson býr í úthverfi Tampa í Flórída þar sem fellibylur reið yfir í gær. Meðfylgjandi mynd er úr garðinum hans. Ljósmynd/Aðsend

„Þetta var hvellur, hávaðarok og rigning og það var ekkert annað hægt að gera en að bíða og vona það besta,“ segir Frosti Jónsson, tónlistarmaður og tölfræðigúrú, sem upplifði fellibylinn Milton frá heimili sínu í úthverfi Tampa í Flórída í gær.

„Þetta var hvellur, hávaðarok og rigning og það var ekkert annað hægt að gera en að bíða og vona það besta,“ segir Frosti Jónsson, tónlistarmaður og tölfræðigúrú, sem upplifði fellibylinn Milton frá heimili sínu í úthverfi Tampa í Flórída í gær.

Hann segir að lætin hafi verið mikil og vindhviðurnar hafi sungið fyrir hann og eiginmann hans Dean Downing alla nóttina.

„Rafmagnið fór í raun bara í stutta stund hjá okkur. Það var víst metfjöldi starfsmanna frá orkufyrirtækjum sem voru á vakt til að bregðast við.“

Varstu vakandi á meðan herlegheitin dundu yfir í nótt? 

„Já, við þorðum ekki öðru en að vaka til að kanna hvort allt væri í lagi þegar það versta var að ganga yfir. Við heyrðum ekki í neinu nema vindgnauðinu og maður vissi lítið hvað væri að gerast í kringum okkur. Heyrðum bara hávaða,“ segir Frosti. Hann segir að þegar þeir fóru á stjá í morgun hafi þeir séð að lukkan var með þeim í liði og að mun verr hefði getað farið. Þeir sáu tré sem hafði fallið nærri húsi þeirra og fleira í þeim dúr. „Við vorum ljónheppnir,“ segir hann.

Tré á lóð húss sem stendur andpænis heimili Frosta og …
Tré á lóð húss sem stendur andpænis heimili Frosta og eiginmanns hans féll í hamagangnum. Ljósmynd/Aðsend

„Ísskápurinn lak, það er allt og sumt“

Frosti, til hægri, og Dean Downing, eiginmaður hans.
Frosti, til hægri, og Dean Downing, eiginmaður hans. Ljósmynd/Aðsend

Dean var nýkominn frá norðurhluta Tampaborgar þegar blaðamaður hringdi í Frosta. Þar rekur hann hárgreiðslustofu, og fór hann þangað til að athuga stöðuna. Sagði hann eyðilegginguna vera mjög mikla í borginni. Hvarvetna hafi tré fallið á götur. Hundruð bíla væru í röð við bensínstöðvar, lögregla á hverju strái og afar seinfært að komast leiðar sinnar. Sem betur fer slapp hárgreiðslustofan þó. „Ísskápurinn lak, það er allt og sumt,“ segir Dean. Í næstu andrá var Dean rokinn til að kanna stöðuna í nærliggjandi íbúð vinkonu þeirra.

Nokkurra daga tiltekt 

 Hann bætir því við að tré hafi fallið á götuna hjá húsi sem er beint á móti heimili þeirra í Temple Terrace. „Vindurinn var svo rosalegur. Hann tók niður tré og það var bókstaflega allt á flugi, svona trjábrak og allt. Nú er það bara tiltekt sem mun taka einhverja daga,“ segir Frosti.

mbl.is