Tónlistarkonan Anna Róshildur, betur þekkt undir listamannsnafninu Róshildur, sendi frá sér nýtt lag í dag, föstudaginn 11. október. Lagið heitir Öndunaræfingar og er það fyrsta sem hún gefur út af væntanlegri plötu sem kemur út á næsta ári.
Tónlistarkonan Anna Róshildur, betur þekkt undir listamannsnafninu Róshildur, sendi frá sér nýtt lag í dag, föstudaginn 11. október. Lagið heitir Öndunaræfingar og er það fyrsta sem hún gefur út af væntanlegri plötu sem kemur út á næsta ári.
Tónlistarkonan Anna Róshildur, betur þekkt undir listamannsnafninu Róshildur, sendi frá sér nýtt lag í dag, föstudaginn 11. október. Lagið heitir Öndunaræfingar og er það fyrsta sem hún gefur út af væntanlegri plötu sem kemur út á næsta ári.
Róshildur, sem er menntaður sviðshöfundur, er nýkomin heim til Íslands eftir að hafa komið fram á tónleikum í Frakklandi. Var það í fyrsta sinn sem hún spilaði fyrir utan landsteinana.
„Þetta var ótrúleg upplifun. Það var mjög gaman að kynna tónlistina mína fyrir Frökkum, alveg sérstaklega þar sem ég syng á íslensku, þeir voru mjög hrifnir af því. Eftir þessa tónleika finn ég að það er auðveldara að standa undir titlinum tónlistarkona,“ segir Róshildur og hlær.
Róshildur byrjaði ung að læra á píanó. Hún segir tónlist hafa verið stóran þátt í uppeldi sínu.
„Ég var í klassísku námi sem barn en missti áhugann á unglingsárunum. Þá fann ég að mig langaði til að prófa aðra nálgun á tónlistarnámið. Foreldrar mínir studdu þá ákvörðun. Ég skipti yfir í „jazzaðra“ nám og fór þá að semja meira og spila eftir eyranu. Seinna lærði ég svo að pródúsera og þá opnaðist nýr heimur fyrir mér.“
Hvernig lýsir þú tónlist þinni?
„Tónlistin mín er eins konar draumkennt rafpopp, myndi ég segja. Ég dreg innblástur frá fjölmörgu tónlistarfólki, allt frá Ólöfu Arnalds yfir í Charli xcx.
Róshildur vefur saman hljóðfæraleik, marglaga raddútsetningum og hljóðgervlum í nýja lagi sínu sem fjallar um tilgangslausa sjálfshjálp. Lagið vann hún með tónlistarmanninum Halldóri Eldjárn sem margir þekkja úr hljómsveitinni Sykur.
Hvernig varð lagið til?
„Lagið byrjar á hljóðupptöku frá skipi í Reykjavíkurhöfn sem blæs í horn sitt. Ég vann hljóðgervlana upp úr því hljóði og útsetti kórraddir sem bera hljómganginn. Þessi drög lágu í skúffunni í dágóðan tíma. Löngu síðar bætti Halldór við góðum takti og það var þá sem lagið small saman.“
Það er margt spennandi fram undan hjá þessari ungu og hæfileikaríku tónlistarkonu, en næst á dagskrá eru tónleikar á Iceland Airwaves. Róshildur spilar í Fríkirkjunni föstudagskvöldið 8. nóvember.