„Það borgar sig ekki að vita svona lagað,“ sagði skotíþróttamaðurinn og Ólympíufarinn Hákon Þór Svavarsson í Dagmálum.
„Það borgar sig ekki að vita svona lagað,“ sagði skotíþróttamaðurinn og Ólympíufarinn Hákon Þór Svavarsson í Dagmálum.
„Það borgar sig ekki að vita svona lagað,“ sagði skotíþróttamaðurinn og Ólympíufarinn Hákon Þór Svavarsson í Dagmálum.
Hákon Þór, sem er 46 ára gamall, fór á sína fyrstu Ólympíuleika í sumar í París í Frakklandi þar sem hann náði bestum árangri Íslendings frá upphafi í leirdúfuskotfimi þegar hann fékk 116 stig og hafnaði í 23. sæti.
Leirdúfuskotfimi er dýrt sport og Hákon hefur sjálfur þurft að leggja til mikinn pening til þess að stunda íþróttina.
„Þetta er mikið púsluspil, með vinnu og fjölskyldu,“ sagði Hákon.
„Ef ég ætlaði bara að einbeita mér að þessu þá væri kostnaðurinn í kringum 20 til 25 milljónir á ári,“ sagði Hákon meðal annars.
Viðtalið við Hákon Þór í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.