„Það var ekki hægt að grenja yfir því“

Dagmál | 15. október 2024

„Það var ekki hægt að grenja yfir því“

„Ég hef þurft að taka nokkra svona leiki og það er bæði mjög erfitt og stressandi,“ sagði knattspyrnukonan og Íslandsmeistarinn Ásta Eir Árnadóttir í Dagmálum.

„Það var ekki hægt að grenja yfir því“

Dagmál | 15. október 2024

„Ég hef þurft að taka nokkra svona leiki og það er bæði mjög erfitt og stressandi,“ sagði knattspyrnukonan og Íslandsmeistarinn Ásta Eir Árnadóttir í Dagmálum.

„Ég hef þurft að taka nokkra svona leiki og það er bæði mjög erfitt og stressandi,“ sagði knattspyrnukonan og Íslandsmeistarinn Ásta Eir Árnadóttir í Dagmálum.

Ásta Eir sem er 31 árs gömul, leiddi uppeldisfélag sitt Breiðablik til sigurs á Íslandsmótinu í ár í þriðja sinn á ferlinum en hún tilkynnti nokkuð óvænt eftir leikinn að skórnir væru komnir á hilluna.

Skildi báðar hliðar

Ásta Eir varð bikarmeistari í fyrsta sinn árið 2016 en hún missti af úrslitaleiknum þar sem hún þurfti að yfirgefa liðið á miðju tímabili vegna náms við Florida Atlantic-háskólann í Bandaríkjunum.

„Steini vildi að ég yrði lengur og þjálfarinn minn úti sagði við mig að ég ætti að vera kominn út þar sem undirbúningstímabilið væri að byrja,“ sagði Ásta Eir.

„Ég skildi þá afstöðu mjög vel enda var verið að borga fyrir mig full skólagjöld og ég átti að vera komin út. Ég vildi ekki biðja mikið um það að vera áfram á Íslandi, því mér fannst það ekki sanngjarnt.

Ég sætti mig við niðurstöðuna og það var ekki hægt að grenja yfir því. Ég skildi báðar hliðar en það var vissulega leiðinlegt að missa af úrslitaleiknum,“ sagði Ásta Eir meðal annars.

Viðtalið við Ástu Eir í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Ásta Eir Árnadóttir fagnar eftir úrslitaleikinn á Hlíðarenda.
Ásta Eir Árnadóttir fagnar eftir úrslitaleikinn á Hlíðarenda. mbl.is/Ólafur Árdal
mbl.is