Aðgangur að Grindavík verður óhindraður

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 16. október 2024

Aðgangur að Grindavík verður óhindraður

Gert er ráð fyrir því innakstur í Grindarvíkurbæ verði hindrunarlaus og bærinn því opinn öllum frá og með 21. október næstkomandi. Sem stendur er bærinn á óvissustigi, sem er lægsta stig almannavarna. Þetta fyrirkomulag verður í gildi þar til hættustigi kann að verða lýst yfir á ný.

Aðgangur að Grindavík verður óhindraður

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 16. október 2024

Grindavík er nú talin öruggari staður en áður vegna mótvægisaðgerða.
Grindavík er nú talin öruggari staður en áður vegna mótvægisaðgerða. mbl.is/Árni Sæberg

Gert er ráð fyrir því innakstur í Grindarvíkurbæ verði hindrunarlaus og bærinn því opinn öllum frá og með 21. október næstkomandi. Sem stendur er bærinn á óvissustigi, sem er lægsta stig almannavarna. Þetta fyrirkomulag verður í gildi þar til hættustigi kann að verða lýst yfir á ný.

Gert er ráð fyrir því innakstur í Grindarvíkurbæ verði hindrunarlaus og bærinn því opinn öllum frá og með 21. október næstkomandi. Sem stendur er bærinn á óvissustigi, sem er lægsta stig almannavarna. Þetta fyrirkomulag verður í gildi þar til hættustigi kann að verða lýst yfir á ný.

Vegna þeirra mótvægisaðgerða sem farið hefur verið í og eru í gangi er Grindavík talin öruggari staður en áður og tilgangurinn með auknu aðgengi er að standa vörð um bæinn og verðmæta atvinnustarfsemi.

Þetta kom fram á upplýsingafundi framkvæmdanefndar vegna jarðhræringa í Grindavíkurbæ í dag.

Eftirliti sinnt innan bæjarins 

Öryggismiðstöðin, sem vaktað hefur lokunarpósta, mun sinna öryggiseftirliti innan bæjarins í staðinn og hafa aðstöðu við lokunarpóstana ef grípa þarf til lokunar af öryggisástæðum. Eftirliti með umferð (talning) inn og út úr bænum verður sinnt með rafrænum hætti og er það gert í öryggisskyni ef til rýmingar kemur.

Tekið er fram að íbúar og gestir dvelji á eigin ábyrgð inni á hættusvæði og að hver og einn beri ábyrgð á eigin athöfnum og athafnaleysi.

Þá er minnt á Grindavík er ekki staður fyrir barnafólk eða börn að leik. Engin áform eru um að hefja aftur starf í skólum, leikskólum eða frístundastarfi.

Rennir styrkari stoðum undir atvinnulífið

Tilgangurinn með því að auka aðgengi er að standa vörð um bæinn og verðmæta atvinnustarfsemi, þó of snemmt er að segja til um framtíð hans til lengri tíma litið.

Aukið aðgengi komi svo til með að renna styrkari stoðum undir atvinnulífið. Þó það tryggi ekki að öll fyrirtæki og rekstaraðilar sjái sér fært að opna sína starfsemi aftur þá ætti það auðvelda þeim sem sem það geta að gera það.

Forðast að fara á opin svæði

Ráðist hefur verið í margvíslegar mótvægisaðgerðir sem margar hverjar standa enn yfir. Þær felast meðal annars í kortlagningu, jarðkönnun, jarðsjármælingum og sjónskoðun.Þá hefur bæði verið fyllt í sprungur og/eða þær girtar af og álagsprófanir hafa verið gerðar á viðgerðum stöðum. Ákveðin hættusvæði í bænum hafa einnig verið merkt sérstaklega.

Eftir sem áður getur verið hætta á jarðfalli ofan í sprungur, einkum á opnum svæðum í og við Grindavík sem hafa ekki verið skoðuð sérstaklega. Fólk er því hvatt til að halda sigvið götur bæjarins og forðast að fara út á lóðir og önnur opin svæði. 

Þá verður komið upp greinargóðum merkingum við innakstur í bæinn þar sem gerð er grein fyrir því að um hættusvæði sé að ræða og flóttaleiðir sérstaklega merktar.

mbl.is