Æxli í andliti Khloé skildi eftir sig holu í kinninni

Kardashian | 16. október 2024

Æxli í andliti Khloé skildi eftir sig holu í kinninni

Hin fertuga Khloé Kardashian birti andlitsmyndir af sér á Snapchat eftir að hafa fengið sér fyllingar í kinnar. Fyllingar Kardashian-systra er eflaust ekki mikið fréttaefni en tilgangurinn í þetta skiptið var annar en oft áður.

Æxli í andliti Khloé skildi eftir sig holu í kinninni

Kardashian | 16. október 2024

Andlitsfyllingar eru ekki tilgangslausar með öllu, en sjálf Khloé Kardashian …
Andlitsfyllingar eru ekki tilgangslausar með öllu, en sjálf Khloé Kardashian er sönnun þess. Skjáskot/Instagram

Hin fertuga Khloé Kardashian birti andlitsmyndir af sér á Snapchat eftir að hafa fengið sér fyllingar í kinnar. Fyllingar Kardashian-systra er eflaust ekki mikið fréttaefni en tilgangurinn í þetta skiptið var annar en oft áður.

Hin fertuga Khloé Kardashian birti andlitsmyndir af sér á Snapchat eftir að hafa fengið sér fyllingar í kinnar. Fyllingar Kardashian-systra er eflaust ekki mikið fréttaefni en tilgangurinn í þetta skiptið var annar en oft áður.

Khloé hefur verið hreinskilin og opin varðandi aðgerð sem hún fór í þegar æxli var fjarlægt úr andliti hennar sem skildi eftir sig holu í hægri kinn. Líkt og fram kemur á E News

Eins og sjá má í þessu skjáskoti er holan í …
Eins og sjá má í þessu skjáskoti er holan í kinn Khloé ansi myndarleg. Snapchat/Khloe Kardashian

Hún segir níu mánuði hafa liðið frá aðgerðinni þar til hún fékk sér fylliefni í kinnarnar. Rík ástæða hafi verið fyrir biðinni því ganga þurfti úr skugga um að allur krabbameinsvefurinn hefði verið fjarlægður og var hún því róleg þar til hún fékk grænt ljós frá lækninum. 

Khloé sem á tvö börn með fyrrum eiginmanni sínum Tristan Thompson, True 6 ára og Tatum 2 ára, opnaði sig fyrst um æxlið í andliti sínu árið 2022. Það byrjaði sem lítill hnúður sem tekið var vefjasýni úr og var niðurstaðan sú að fjarlægja þurfti vefinn. 

Þetta var þó ekki í fyrsta skipti sem Khloé fékk æxli en þegar hún var 19 ára gömul þurfti að fjarlægja sortuæxli af baki hennar.  

mbl.is