Leikkonurnar Nicole Kidman og Salma Hayek vöktu mikla athygli á tískuvikunni í París þegar sást til Hayek að ýta við Kidman til þess að færa hana til fyrir ljósmyndara. Kidman brást ekki vel við og herma heimildir að hún hafi beðið Hayek um að snerta sig ekki og lyft upp hendinni til merkis um að Hayek haldi sér í fjarlægð. Vitni segja að Hayek hafi verið furðulostin en hvorugar vilja tjá sig um málið.
Leikkonurnar Nicole Kidman og Salma Hayek vöktu mikla athygli á tískuvikunni í París þegar sást til Hayek að ýta við Kidman til þess að færa hana til fyrir ljósmyndara. Kidman brást ekki vel við og herma heimildir að hún hafi beðið Hayek um að snerta sig ekki og lyft upp hendinni til merkis um að Hayek haldi sér í fjarlægð. Vitni segja að Hayek hafi verið furðulostin en hvorugar vilja tjá sig um málið.
Leikkonurnar Nicole Kidman og Salma Hayek vöktu mikla athygli á tískuvikunni í París þegar sást til Hayek að ýta við Kidman til þess að færa hana til fyrir ljósmyndara. Kidman brást ekki vel við og herma heimildir að hún hafi beðið Hayek um að snerta sig ekki og lyft upp hendinni til merkis um að Hayek haldi sér í fjarlægð. Vitni segja að Hayek hafi verið furðulostin en hvorugar vilja tjá sig um málið.
Pistlahöfundur The Times fer yfir hvaða reglur gilda um snertingar og segir lítinn mun á að verða fyrir „womanhandling“ og „manhandling“. Algengustu snertingar af kvennavöldum geta tengst stöðu þeirra eins og líklegt þykir í máli Kidman og Hayek.
„Það getur verið alveg jafnslæmt að verða fyrir óvelkominni snertingu, sama hvort um sé að ræða geranda sem er karl eða kona,“ segir Shane Watson.
„Kidman varð fyrir því að kona, sem ekki er hluti af hennar innstu kreðsu, snerti hana, færði hana til án leyfis og henni líkaði ekki við það. Við skiljum það og höfum allar lent í þessu. En það er mikilvægt að skilja að gerendurnir eru ekki bara karlar.“
„Það er líklegt að pirringurinn hafi átt rætur að rekja til valdastöðu þeirra beggja. Hayek er gift mjög valdamiklum manni innan tískuheimsins og hefur kannski talið að hún mætti segja Kidman til um hvernig hún ætti að stilla sér upp fyrir framan tískuljósmyndarana. Slíkar tilfæringar geta verið stórkostlega pirrandi. Þær fela í sér að hún er að segja annarri manneskju til og stýra henni með að setja hönd á mjóbakið. Slíkar tilfæringar þekkjast líka í stjórnmálum og fela í sér klapp á bakið og „eftir þér“ látbragð sem gefur í skyn að sú manneskja er við stjórnvölinn og þú átt að hlýða.“
Pistlahöfundur bendir á fleiri dæmi um óvelkomnar snertingar eins og til dæmis kurteisiskoss á kinn sem endar í samtali of nálægt andliti manns.
„Maður heilsar einhverjum af kurteisi með kossi á kinn út í loftið en viðkomandi grípur svo um axlir manns og heldur manni þar og talar við mann í kannski sjö sentimetra fjarlægð frá andlitinu. Í þeim tilfellum er best að gera sér upp hóstakast.“
„Svo eru það þær sem hanga í manni. Konur gera þetta mikið. Þær grípa um handlegginn og hanga til þess að segja manni eitthvað og vilja þannig leggja sérstaka áherslu á það sem þær eru að segja. Oft eru þær að baktala einhvern á meðan þær eru að þessu. Allir ættu að reyna að forðast að lenda í svona konum því það lítur illa út í fjölmenni að sjá tvær konur tala svona, samfastar við hvor aðra. Ekki gott,“ segir Watson.
Sérfræðingar segja að snerting sé manninum mikilvæg og hvert sem litið er er fólk að snertast á einn eða annan hátt. Það faðmar hvort annað þegar það heilsast, pör haldast í hendur, vinur klappar öðrum á bakið eða snertir handlegg á meðan samtal á sér stað.
„Snerting auðgar samtalið og kryddar samskiptin á hátt sem orð ná ekki utan um. En um snertingar gilda ákveðnar reglur. Snerting verður að vera velkomin. Kennari gæti til dæmis lagt hönd á öxl nemanda en höndin má ekki dvelja þar of lengi. Allt veltur á tíma, stað, samhengi, kyn, aldur og aðrar breytur. Við lærum allar þessar ósögðu reglur með tíð og tíma en eigum samt erfitt með að skilgreina þær með berum hætti,“ segir Gregory K. Moffatt sálfræðingur. „Sumir vilja hins vegar alls ekki vera snertir og það þarf að virða það þegar þau setja sér mörk í samskiptum.“