Uppfært hættumat Veðurstofu Íslands fyrir Sundhnúkagígaröðina er óbreytt. Að öllu óbreyttu gildir hættumatið til 29. október.
Uppfært hættumat Veðurstofu Íslands fyrir Sundhnúkagígaröðina er óbreytt. Að öllu óbreyttu gildir hættumatið til 29. október.
Uppfært hættumat Veðurstofu Íslands fyrir Sundhnúkagígaröðina er óbreytt. Að öllu óbreyttu gildir hættumatið til 29. október.
GPS-mælingar á Svartsengissvæðinu sýna að landris er stöðugt.
Haldi kvikusöfnun áfram á svipuðum hraða og undanfarið er líklegast að annað kvikuhlaup og mögulegt eldgos verði á gígaröðinni í kjölfarið.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands.
„Fyrirvari vegna yfirvofandi eldgoss getur verið mjög skammur, allt niður í 30 mínútur. Jarðskjálftavirkni í kringum Sundhnúkagígaröðina er áfram mjög lítil,“ segir einnig í tilkynningunni.
Ekkert í gögnum Veðurstofunnar bendir til þess að kvikusöfnun undir Svartsengi sé að hætta. Enn er talin hætta vegna jarðfalls ofan í sprungur á svæði 4 í Grindavík.