Helgi Ómarsson, ljósmyndari og hlaðvarpsstjarna, og kærasti hans, Pétur Björgvin Sveinsson markaðssérfræðingur, fögnuðu tveggja ára sambandsafmæli sínu í gærdag.
Helgi Ómarsson, ljósmyndari og hlaðvarpsstjarna, og kærasti hans, Pétur Björgvin Sveinsson markaðssérfræðingur, fögnuðu tveggja ára sambandsafmæli sínu í gærdag.
Helgi Ómarsson, ljósmyndari og hlaðvarpsstjarna, og kærasti hans, Pétur Björgvin Sveinsson markaðssérfræðingur, fögnuðu tveggja ára sambandsafmæli sínu í gærdag.
Parið, sem er statt á uppáhaldseyju Íslendinga, Tenerife, birti sólríka myndaseríu á samfélagsmiðlasíðunni Instagram til að fagna áfanganum.
„Dagbók úr fríinu. Fagna tveimur árum með þessum.“
Helgi og Pétur Björgvin opinberuðu samband sitt um miðjan nóvember 2022 þegar Helgi deildi mynd af þeim á Instagram Story.
Í dag búa Helgi og Pétur saman í fallegri hönnunarperlu við Sólvallagötu. Þeir festu kaup á íbúðinni 10. apríl og fluttu inn í maí. Íbúðin er einstök fyrir margar sakir en hönnunarhjónin, Hafsteinn Júlíusson og Karitas Sveinsdóttir í HAF-studio, gerðu íbúðina upp á sínum tíma. Þar er að finna gráar innréttingar með fulningahurðum, marmaraborðplötum, hvíttuðu gegnheilu parketi og rósettum.
Smartland óskar parinu til hamingju!