„Liður í því að það verði líflegra í bænum“

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 17. október 2024

„Liður í því að það verði líflegra í bænum“

„Það hefur verið stefna bæjaryfirvalda að opna bæinn þegar öryggið hefur verið talið nægilega mikið til að aflétta þessum lokunum.“

„Liður í því að það verði líflegra í bænum“

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 17. október 2024

Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík, segir viðbúið að það þurfi …
Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík, segir viðbúið að það þurfi að taka upp mannaða lokunarpósta á nýjan leik þegar það fari að styttast í mögulega atburði á Reykjanesskaganum á nýjan leik. Samsett mynd/mbl.is/Eggert/mbl.is/Eyþór

„Það hefur verið stefna bæjaryfirvalda að opna bæinn þegar öryggið hefur verið talið nægilega mikið til að aflétta þessum lokunum.“

„Það hefur verið stefna bæjaryfirvalda að opna bæinn þegar öryggið hefur verið talið nægilega mikið til að aflétta þessum lokunum.“

Þetta segir Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík, spurður út þá ákvörðun að Grindavík verði hindrunarlaus og bærinn því opinn öllum frá og með næsta mánudag.

Fannar segir viðbúið að það þurfi að taka upp mannaða lokunarpósta á nýjan leik þegar það fari að styttast í mögulega atburði á Reykjanesskaganum á nýjan leik en eldgosinu norðan við Stóra-Skógfell lauk 5. september sem var það sjötta á Sundhnúkagígaröðinni frá því í desember 2023.

Aðgengi að Grindavík verður hindrunarlaust frá og með næsta mánudag.
Aðgengi að Grindavík verður hindrunarlaust frá og með næsta mánudag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kvikusöfnun heldur áfram í Svartsengi og því viðbúið að það geti dregið enn og aftur til tíðinda á næstu vikum eða mánuðum.

„Það er búið að skanna svæðið vel og girða af hættulega staði inni í bænum þannig að það á vera tiltölulega öruggt að fara þarna um. Heimamenn þekkja aðstæður mjög vel en þetta er spurning um ferðamenn og aðra Íslendinga sem vilja kíkja inn í bæinn,“ segir Fannar.

Ásókn hjá túristum að komast inn í bæinn

Spurður hvort opnum bæjarins muni ekki hleypa lífi í hann segir Fannar:

„Við erum að vona að svo verði og til þess er leikurinn gerður líka að hægt sé að byggja undir einhvers konar atvinnustarfsemi sem tengist þá kannski ferðamennskunni. Það hefur verið þó nokkur mikil ásókn hjá túristum að komast inn í bæinn en þeim hefur verið snúið við á lokunarpóstunum.“

Fannar segir að nú opnist tækifæri fyrir þá en enginn viti hversu mikil umferð verði og hvort þurfi að koma upp einhverjum takmörkunum en einhvers staðar verði að byrja.

„Ég á von á því að þessi ákvörðun sé eðlilegt og gott framhald hjá flestum. Það eru langflestir íbúar búnir að óska eftir uppkaupum af húsum sínum þannig að það eru tiltölulega fáir sem búa í bænum eins og er en þetta er liður í því að það verði líflegra í bænum hjá okkur,“ segir hann.

mbl.is