Tilkynnti óléttuna í miðju Dagmálaviðtali

Dagmál | 18. október 2024

Tilkynnti óléttuna í miðju Dagmálaviðtali

„Ég hef alveg sagt það síðustu mánuði að ég sé ekki að skila inn leikmannaleyfi með því að leggja skóna á hilluna,“ sagði körfuknattleikskonan fyrrverandi Dagný Lísa Davíðsdóttir í Dagmálum.

Tilkynnti óléttuna í miðju Dagmálaviðtali

Dagmál | 18. október 2024

„Ég hef alveg sagt það síðustu mánuði að ég sé ekki að skila inn leikmannaleyfi með því að leggja skóna á hilluna,“ sagði körfuknattleikskonan fyrrverandi Dagný Lísa Davíðsdóttir í Dagmálum.

„Ég hef alveg sagt það síðustu mánuði að ég sé ekki að skila inn leikmannaleyfi með því að leggja skóna á hilluna,“ sagði körfuknattleikskonan fyrrverandi Dagný Lísa Davíðsdóttir í Dagmálum.

Dagný Lísa, sem er 27 ára gömul, lagði skóna óvænt á hilluna í sumar en hún var meðal annars valin besti leikmaður úrvalsdeildarinnar tímabilið 2021-22.

Engin skömm að því að hætta við

Dagný Lísa á von á sínu fyrsta barni í vor ásamt sambýlismanni sínum Geir Höskuldssyni.

„Það er engin skömm að því að hætta við að hætta en ég er að snúa mér að öðrum verkefnum,“ sagði Dagný Lísa.

„Ég er að fara að eignast mitt fyrsta barn næsta vor þannig að mér finnst ólíklegt að ég muni snúa aftur, í sömu mynd í það minnsta,“ sagði Dagný Lísa meðal annars.

Viðtalið við Dagnýju Lísu í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

mbl.is