Vill umtalsverða launahækkun kvennamegin

Dagmál | 21. október 2024

Vill umtalsverða launahækkun kvennamegin

„Það er ástæða fyrir því að ég er í 100 prósent vinnu,“ sagði knattspyrnukonan og Íslandsmeistarinn Ásta Eir Árnadóttir í Dagmálum.

Vill umtalsverða launahækkun kvennamegin

Dagmál | 21. október 2024

„Það er ástæða fyrir því að ég er í 100 prósent vinnu,“ sagði knattspyrnukonan og Íslandsmeistarinn Ásta Eir Árnadóttir í Dagmálum.

„Það er ástæða fyrir því að ég er í 100 prósent vinnu,“ sagði knattspyrnukonan og Íslandsmeistarinn Ásta Eir Árnadóttir í Dagmálum.

Ásta Eir sem er 31 árs gömul, leiddi uppeldisfélag sitt Breiðablik til sigurs á Íslandsmótinu í ár í þriðja sinn á ferlinum en hún tilkynnti nokkuð óvænt eftir leikinn að skórnir væru komnir á hilluna.

Mega hugsa betur um uppalda leikmenn

Ásta Eir lék allan sinn feril með Breiðablik og tók við fyrirliðabandinu hjá félaginu þegar Sonný Lára Þráinsdóttir lagði skóna á hilluna árið 2020.

„Ég hef rætt þetta við meðal annars leikmenn sem hafa spilað fyrir mörg félög,“ sagði Ásta Eir.

„Auðvitað vil ég að launin hækki allsstaðar hjá stelpum á Íslandi en á sama tíma langaði mig aldrei að fara í einhvern slag við Breiðablik. Ég er alveg á því að félög á Íslandi, meðal annars Breiðablik, megi hugsa betur um uppalda leikmenn.

Við erum tilbúin að halda tryggð við klúbbinn og við þurfum að finna fyrir því á móti. Ég held að það sé algengt að uppöldum leikmönnum sé tekið sem sjálfsögðum hlut. Ég bað oft um meira en mér var boðið og það gekk alltaf upp en ég þurfti að hafa fyrir því.

Þetta er fín lína. Sumir fá ekki það sem þeir vilja og fara þá annað og ég skil það. Laun á Íslandi kvennamegin mega hækka umtalsvert. Það er himinn og haf milli launaseðilsins ef þú horfir á karlaboltann til dæmis,“ sagði Ásta Eir meðal annars.

Viðtalið við Ástu Eir í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

mbl.is