„Eftir á að hyggja þá eru fleiri atriði sem ég myndi spá í, í dag, en ég gerði á þeim tíma,“ sagði körfuknattleikskonan fyrrverandi Dagný Lísa Davíðsdóttir í Dagmálum.
„Eftir á að hyggja þá eru fleiri atriði sem ég myndi spá í, í dag, en ég gerði á þeim tíma,“ sagði körfuknattleikskonan fyrrverandi Dagný Lísa Davíðsdóttir í Dagmálum.
„Eftir á að hyggja þá eru fleiri atriði sem ég myndi spá í, í dag, en ég gerði á þeim tíma,“ sagði körfuknattleikskonan fyrrverandi Dagný Lísa Davíðsdóttir í Dagmálum.
Dagný Lísa, sem er 27 ára gömul, lagði skóna óvænt á hilluna í sumar en hún var meðal annars valin besti leikmaður úrvalsdeildarinnar tímabilið 2021-22.
Dagný Lísa lék sinn fyrsta meistaraflokksleik þegar hún var 13 ára gömul með uppeldisfélagi sínu Hamri.
„Ég var 13 ára óþroskaður krakki á þessum tíma og spáði lítið í ákveðnum hlutum,“ sagði Dagný Lísa.
„Auðvitað verður þetta stór hlut af félagslífinu þínu, að mæta á æfingar. Félagslífið mitt snérist að mörgu leyti um það að hitta þrítugar konur og láta svo garga á sig af miðaldra karlmanni.
Ég veit ekki hvort ég myndi setja spurningamerki við það í dag en ég bætti mig fáránlega mikið á þessum fyrsta vetri mínum í meistaraflokki,“ sagði Dagný Lísa meðal annars.