„Búið að ráða bót á skiltaleysinu upp að vissu marki“

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 24. október 2024

„Búið að ráða bót á skiltaleysinu upp að vissu marki“

Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir að ásókn inn í Grindavík eftir að opnað var fyrir hindrunarlaust aðgengi að bænum á mánudaginn hafi ekki verið mikil.

„Búið að ráða bót á skiltaleysinu upp að vissu marki“

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 24. október 2024

Ferðamenn í Grindavík í vikunni.
Ferðamenn í Grindavík í vikunni. mbl.is/Eyþór Árnason

Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir að ásókn inn í Grindavík eftir að opnað var fyrir hindrunarlaust aðgengi að bænum á mánudaginn hafi ekki verið mikil.

Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir að ásókn inn í Grindavík eftir að opnað var fyrir hindrunarlaust aðgengi að bænum á mánudaginn hafi ekki verið mikil.

„Það er ekki mikil umferð túrista inn í bæinn og það er ekki að sjá að fólki hafi fjölgað sem gistir í bænum,“ segir Úlfar við mbl.is.

Hann segir að síðastliðna nótt hafi verið gist í 32 húsum, að því er talið er, og að engin verkefni inni í bænum hafi komið á borð lögreglunnar.

„Helgin verður ákveðið spurningamerki. Maður á frekar von á því að landsmenn hafi einhvern áhuga á að kíkja inn í bæinn en það fer líka eftir veðri,“ segir lögreglustjórinn á Suðurnesjum.

Aðgengi að Grindavík er nú hindrunarlaust.
Aðgengi að Grindavík er nú hindrunarlaust. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Úlfar gagnrýndi sama dag og bærinn opnaði að upplýsingagjöf til ferðamanna sem hyggjast fara inn í bæinn hefði verið ábótavant og nefndi í því sambandi að engum upplýsingaskiltum hafi verið komið upp.

„Það er búið að ráða bót á þessu skiltaleysi upp að vissu marki. Það eru komin upp viðvörunarskilti þegar ekið er inn í bæinn,“ segir Úlfar.

Hann segir að áfram sé unnið að málum varðandi upplýsingagjöf í samstarfi við Grindavíkurnefndina.

mbl.is