„Í dag finnst mér þetta frábært afrek en mér fannst það ekki á þeim tíma,“ sagði crossfitkonan Sólveig Sigurðardóttir í Dagmálum.
„Í dag finnst mér þetta frábært afrek en mér fannst það ekki á þeim tíma,“ sagði crossfitkonan Sólveig Sigurðardóttir í Dagmálum.
„Í dag finnst mér þetta frábært afrek en mér fannst það ekki á þeim tíma,“ sagði crossfitkonan Sólveig Sigurðardóttir í Dagmálum.
Sólveig, sem er 29 ára gömul, tilkynnti á síðasta ári að hún væri hætt að keppa í crossfit og kom sú ákvörðun mörgum á óvart enda var hún efsti Íslendingurinn á heimslistanum í crossfit á þeim tíma.
Sólveig tryggði sér keppnisrétt á heimsleikunum árið 2022 en gerði sjálf lítið úr afrekinu við sjálfa sig.
„Ég man að ég hugsaði strax, um leið og ég komst inn, að þetta væri nú örugglega ekkert það erfitt fyrst að ég komst þarna inn,“ sagði Sólveig.
„Þetta er gríðarlega mikið afrek, þú ert ein af 40 bestu konum heims í crossfit. Ég sé eftir því hvernig mér leið á þessum tíma. Þú gast þetta og þá geta þetta allir sagði ég við sjálfa mig.
Þegar ég sá aðrar stelpur komast þarna inn hugsaði ég þetta ekki. Ég veit ekki af hverju ég var svona leiðinleg við sjálfa mig, kannski var þetta bara gamall vani,“ sagði Sólveig meðal annars.
Viðtalið við Sólveigu í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.