„Mér finnst þessi umræða barnaleg frá A til Ö,“ sagði skotíþróttamaðurinn og Ólympíufarinn Hákon Þór Svavarsson í Dagmálum.
„Mér finnst þessi umræða barnaleg frá A til Ö,“ sagði skotíþróttamaðurinn og Ólympíufarinn Hákon Þór Svavarsson í Dagmálum.
„Mér finnst þessi umræða barnaleg frá A til Ö,“ sagði skotíþróttamaðurinn og Ólympíufarinn Hákon Þór Svavarsson í Dagmálum.
Hákon Þór, sem er 46 ára gamall, fór á sína fyrstu Ólympíuleika í sumar í París í Frakklandi þar sem hann náði bestum árangri Íslendings frá upphafi í leirdúfuskotfimi þegar hann fékk 116 stig og hafnaði í 23. sæti.
Einhverjir töluðu um það í aðdraganda Ólympíuleikana að leirdúfuskotfimi ætti ekki heima á Ólympíuleikunum og tengja íþróttina meðal annars við aukinn vopnaburð í þjóðfélaginu.
„Byssa er steindauður hlutur, það þarf einstakling til þess að gera hana hættulega,“ sagði Hákon.
„Það var einn og einn, þegar systir mín var að deila því að ég væri að fara á Ólympíuleikana, sem talaði um það að byssur ættu ekki heima á Ólympíuleikunum.
Mér leiðist orðið fordómar og orðið fordómar er ofnotað orð í dag en það voru skotíþróttamenn sem settu Ólympíuleikana á laggirnar í þeirri mynd sem þeir eru í dag,“ sagði Hákon sem var þá spurður hvort umræðan færi í taugarnar á honum.
„Nei ekki þannig, ég nenni ekki að rífast við kantsteina. Mín reynsla er sú að þegar þú reynir að ræða við fólk, sem er á þessari skoðun, að það er ekki hægt að kveikja á þeim ljósum sem þarf,“ sagði Hákon meðal annars.
Viðtalið við Hákon Þór í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.