„Ég sé ekki eftir neinu en það sat í mér“

Dagmál | 29. október 2024

„Ég sé ekki eftir neinu en það sat í mér“

„Það var aldrei fast markmið hjá mér að fara í atvinnumennsku eða að verða landsliðskona,“ sagði knattspyrnukonan og Íslandsmeistarinn Ásta Eir Árnadóttir í Dagmálum.

„Ég sé ekki eftir neinu en það sat í mér“

Dagmál | 29. október 2024

„Það var aldrei fast markmið hjá mér að fara í atvinnumennsku eða að verða landsliðskona,“ sagði knattspyrnukonan og Íslandsmeistarinn Ásta Eir Árnadóttir í Dagmálum.

„Það var aldrei fast markmið hjá mér að fara í atvinnumennsku eða að verða landsliðskona,“ sagði knattspyrnukonan og Íslandsmeistarinn Ásta Eir Árnadóttir í Dagmálum.

Ásta Eir sem er 31 árs gömul, leiddi uppeldisfélag sitt Breiðablik til sigurs á Íslandsmótinu í ár í þriðja sinn á ferlinum en hún tilkynnti nokkuð óvænt eftir leikinn að skórnir væru komnir á hilluna.

Langaði á stórmót 

Ásta Eir lék alls 12 A-landsleiki á ferlinum en Jón Þór Hauksson valdi hana í fyrsta sinn í landsliðið í febrúar árið 2019. 

„Þessi landsliðsumræða byrjaði meira hjá fólkinu í kringum mig og þannig fór ég í rauninni að pæla í þessu,“ sagði Ásta Eir.

„Fólk var að spyrja af hverju ég væri ekki í landsliðinu og þá fór ég að hugsa að ég ætti kannski bara heima þarna. Mér finnst leiðinlegt að ég hafi ekki fengið tækifæri fyrr og þegar ég var byrjuð að vera í hópnum þá sá ég það fyrir mér að fara á stórmót með liðinu.

Sérstaklega af því að hægri bakvarðastaðan var frekar opin Það var aldrei neinn fastur í stöðunni á þessum tíma og þá fór ég meira að pæla í því af hverju ég fékk ekki fleiri tækifæri,“ sagði Ásta Eir.

Meðvituð um stöðuna

Hún gerði sér meðal annars vonir um það að vera í landsliðshópnum á EM 2022 í Englandi þegar Þorsteinn Halldórsson, hennar fyrrverandi þjálfari hjá Breiðabliki, var með liðið.

„Það var sárt að vera ekki í EM-hópnum 2022 þar sem ég var búin að vera í hópnum í aðdraganda mótsins. Á sama tíma var ég mjög meðvituð um það ég var, oftar en ekki, varamaður fyrir einhvern annan í hópnum sem var kannski meiddur. 

Samt sem áður var ég að spila mjög vel sumarið 2022 og var farin að stefna á lokamótið, í fyrsta sinn í raun. Það var mjög sárt og mjög erfitt. Þetta hefði verið gaman og ég hefði verið mjög til í þetta verkefni en þetta var eitthvað sem ég hafði enga stjórn á. Ég sé ekki eftir neinu en það sat í mér í smá tíma að hafa ekki náð stórmóti,“ sagði Ásta Eir meðal annars.

Viðtalið við Ástu Eir í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Ásta Eir Árnadóttir í leik með landsliðinu.
Ásta Eir Árnadóttir í leik með landsliðinu. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is