Skemmtileg uppákoma átti sér stað í myndveri Morgunblaðsins þegar Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Íslandsmeistara Breiðabliks í fótbolta, var gestur Dagmála.
Skemmtileg uppákoma átti sér stað í myndveri Morgunblaðsins þegar Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Íslandsmeistara Breiðabliks í fótbolta, var gestur Dagmála.
Skemmtileg uppákoma átti sér stað í myndveri Morgunblaðsins þegar Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Íslandsmeistara Breiðabliks í fótbolta, var gestur Dagmála.
Þegar 40 mínútur voru liðnar af viðtalinu spurði Höskuldur hvort hægt væri að gera hlé á upptökum.
„Er hægt að gera hlé?“ sagði Höskuldur.
„Ég verð að pissa, ég er allur farinn að iða,“ bætti Höskuldur svo við.
Höskuldur, sem er þrítugur, leiddi Breiðablik til sigurs á Íslandsmótinu í annað sinn og í þriðja sinn í sögu félagsins en liðið endaði með 62 stig í efsta sæti Bestu deildarinnar, þremur stigum meira en Víkingur.
Viðtalið við Höskuld í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.