Kaus í fyrsta sinn 70 ára og sér eftir því

Kardashian | 31. október 2024

Kaus í fyrsta sinn 70 ára og sér eftir því

Stevie Nicks, einn af forsprökkum hljómsveitarinnar Fleetwood Mac, nýtti kosningarétt sinn í fyrsta skipti þegar hún var sjötug. Söngkonan, sem er í dag 76 ára, greindi frá þessu í viðtali á MSNBC.

Kaus í fyrsta sinn 70 ára og sér eftir því

Kardashian | 31. október 2024

Stevie Nicks er ein dáðasta söngkona í heimi.
Stevie Nicks er ein dáðasta söngkona í heimi. Skjáskot/Pinterest

Stevie Nicks, einn af forsprökkum hljómsveitarinnar Fleetwood Mac, nýtti kosningarétt sinn í fyrsta skipti þegar hún var sjötug. Söngkonan, sem er í dag 76 ára, greindi frá þessu í viðtali á MSNBC.

Stevie Nicks, einn af forsprökkum hljómsveitarinnar Fleetwood Mac, nýtti kosningarétt sinn í fyrsta skipti þegar hún var sjötug. Söngkonan, sem er í dag 76 ára, greindi frá þessu í viðtali á MSNBC.

„Ég kaus ekki fyrr en ég var orðin 70 ára, ég sé eftir því. Ég sé ekki eftir mörgu en ég sé eftir þessu,” sagði hún meðal annars.

Söngkonan viðurkenndi að hafa spunnið upp alls kyns ástæður til að forðast kjörklefann í gegnum tíðina og sagðist skammast sín, sérstaklega þar sem allir ættu að nýta rétt sinn til þess að taka þátt í lýðræðislegum kosningum.

Nicks, sem yfirlýstur stuðningsmaður Kamölu Harris, er afar annt um útkomu forsetakosninganna í Bandaríkjunum, sérstaklega þar sem Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, er samþykkur lögum sem hindra aðgengi kvenna að þungunarrofi.

Í september gaf Nicks út nýtt lag sem ber titilinn The Lighthouse og er innblásið af baráttu fyrir rétti til þungunarrofs í Bandaríkjunum.

mbl.is