Hefur heimsótt öll lönd í heimi og segir Ísland í miklu uppáhaldi

Ferðaráð | 1. nóvember 2024

Hefur heimsótt öll lönd í heimi og segir Ísland í miklu uppáhaldi

Bandaríski ferðabloggarinn Drew Binsky hefur ferðast um allan heim síðustu ár, kynnst ólíkum menningarheimum og skyggnst inn í hulda heima sem líklega fáir þekkja.

Hefur heimsótt öll lönd í heimi og segir Ísland í miklu uppáhaldi

Ferðaráð | 1. nóvember 2024

Hefur ferðast um heiminn síðustu 12 árin.
Hefur ferðast um heiminn síðustu 12 árin. Samsett mynd

Bandaríski ferðabloggarinn Drew Binsky hefur ferðast um allan heim síðustu ár, kynnst ólíkum menningarheimum og skyggnst inn í hulda heima sem líklega fáir þekkja.

Bandaríski ferðabloggarinn Drew Binsky hefur ferðast um allan heim síðustu ár, kynnst ólíkum menningarheimum og skyggnst inn í hulda heima sem líklega fáir þekkja.

Hann heldur úti mjög vinsælli Youtube-síðu þar sem hann sýnir frá ævintýrum sínum og hefur sankað að sér milljónum fylgjenda sem bíða spenntir eftir nýjum færslum frá honum.

Binsky, sem kom til Íslands árið 2022, að vísu ekki í fyrsta skipti, hefur nú heimsótt öll lönd í heiminum, og nokkur oftar en einu sinni, sem tók hann heil 12 ár að gera. Hann hefur frætt fylgjendur sína um alls kyns staði, hefðir og hætti og hvatt marga til að leggja land undir fót. 

Taldi upp bestu og verstu borgir

Í nýjasta myndbandi sínu sem birtist nú á dögunum segir Binsky frá bestu og verstu borgum sem hann hefur heimsótt á þessu heilmikla ferðalagi sínu. Hann nefnir 20 borgir í báðum flokkum og greinir frá ástæðunni að baki þessu vali.

Meðal bestu borga í heimi að mati Binsky eru Prag, Beirút, Seúl, Bangkok og Mexíkó-borg, en meðal verstu borga eru Dhaka, Chennai, Kúveitborg, N’Djamena og Delí.

Binsky minnist ekki á Ísland í upptalningu sinni en í myndbandi frá Íslandsferð hans árið 2022 segir hann landið vera eitt af sínum uppáhalds.

mbl.is