Sigurbjörg Birta Pétursdóttir er 23 ára gömul og hefur meira og minna unnið alla sína starfsævi í vintage-tískufataversluninni Spúútnik. Verslunin hefur verið hluti af fjölskyldu hennar frá upphafi og orðar hún það þannig að hún hafi alist upp í vintage-himnaríki. Hún hefur sinnt ýmsum störfum fyrir verslunina en er í dag verslunarstjóri í Kringlunni. Sigurbjörg Birta er með diplómagráðu í viðburðastjórnun frá Háskólanum á Hólum sem kemur sér vel í starfinu.
Sigurbjörg Birta Pétursdóttir er 23 ára gömul og hefur meira og minna unnið alla sína starfsævi í vintage-tískufataversluninni Spúútnik. Verslunin hefur verið hluti af fjölskyldu hennar frá upphafi og orðar hún það þannig að hún hafi alist upp í vintage-himnaríki. Hún hefur sinnt ýmsum störfum fyrir verslunina en er í dag verslunarstjóri í Kringlunni. Sigurbjörg Birta er með diplómagráðu í viðburðastjórnun frá Háskólanum á Hólum sem kemur sér vel í starfinu.
Sigurbjörg Birta Pétursdóttir er 23 ára gömul og hefur meira og minna unnið alla sína starfsævi í vintage-tískufataversluninni Spúútnik. Verslunin hefur verið hluti af fjölskyldu hennar frá upphafi og orðar hún það þannig að hún hafi alist upp í vintage-himnaríki. Hún hefur sinnt ýmsum störfum fyrir verslunina en er í dag verslunarstjóri í Kringlunni. Sigurbjörg Birta er með diplómagráðu í viðburðastjórnun frá Háskólanum á Hólum sem kemur sér vel í starfinu.
Hvernig myndir þú lýsa fatastílnum þínum? „Ég myndi segja að fatastíllinn minn væri frekar skandinavískur og einkenndist af vintage-fötum í bland við ný. Ég elska að para saman vintage-flíkur og nýjar flíkur en ég legg mikið upp úr því að kaupa notuð föt enda hef ég alist upp við það.“
Hvernig klæðir þú þig dagsdaglega?
„Það fer svolítið eftir því hvaða skapi ég er í eða hvað ég er að fara að gera þann daginn. Ég vil alltaf vera í fötum sem mér líður vel í. Mér finnst gaman að pæla í átfittinu mínu ef ég hef tíma og elska að vera alltaf smá fín þegar ég fer út í daginn hvort sem það er að fara í skemmtilegan jakka eða fína hæla. Ég vel oftast að fara í víðar buxur eins og dragtarbuxur, hör- eða gallabuxur við einvern sætan bol eða töff peysu. Svo fíla ég mikið að fara í stóran blazer, kápu eða stuttan jakka við.“
En þegar þú ert að fara eitthvað fínt?
„Þá er ég oft svipað klædd og dagsdaglega en ég reyni að poppa lúkkið upp með því að fara í hælaskó, pels eða skreyta mig með miklu skarti og fallegri vintage-tösku.“
Fyrir hverju fellur þú oftast?
„Ef ég finn gott snið á buxum er ég fljót grípa þær því mér finnst ákveðið snið á buxum fara mér betur en annað. Það getur oft verið erfitt að finna góðar buxur eins og dragtarbuxur eða gallabuxur og því ég vel helst að kaupa vintage-buxur. Einnig fell ég oft fyrir einverjum töff jökkum, sérstaklega ef það er blazer.“
Bestu fatakaupin?
„Ein af uppáhaldsflíkunum mínum er beigelitur gallajakki úr Aftur sem kærasti minn gaf mér í tvítugsafmælisgjöf. Ég held að það sé ein af mest notuðu flíkunum mínum og ekki bara hjá mér heldur hafa systur mínar, mamma og vinkonur oft fengið hann að láni. Önnur uppáhaldsflík er svartur „oversized“ blazer úr Spúútnik en ég gríp mjög mikið í hann þessa dagana.“
Verstu fatakaupin?
„Ég held að það séu grænir hælaskór sem ég keypti á nytjamarkaði en hællinn brotnaði af báðum skónum fyrsta kvöldið sem ég var í þeim, sem var smá skellur. Það getur auðvitað komið fyrir þegar maður kaupir notaða skó.“
Uppáhaldsskór/fylgihlutir?
„Upp á síðkastið hefur gulllituð glimmertaska sem mamma fékk sér í Spúútnik fyrir mörgum árum verið í miklu uppáhaldi.“
Áttu þér uppáhaldsmerki/búðir til að versla í?
„Spúútnik er klárlega uppáhaldsfatabúðin mín en langflest fötin mín eru þaðan. Ég á mér ekki beint neitt uppáhaldsfatamerki og eltist ekki mikið við merkjavöru heldur reyni ég frekar að kaupa mér föt sem ég sé notagildi í. Föt í því sniði sem hentar mér og föt sem mér finnst falleg en ekki út frá því hvaða merki þau eru.“
Áttu þér uppáhaldsliti?
„Ég er mikið fyrir jarðliti og klæðist mest brúnu, beige, svörtu, hvítu og grænu.“
Hvað er á óskalistanum?
„Á óskalistanum mínum fyrir veturinn er svört síð kasmírkápa. Ég á enn eftir að finna fullkomnu kápuna og svo langar mig í svört eða brún há stígvél.“
Hvert sækirðu innblástur þegar þú setur saman dress?
„Ég sæki mér innblástur á Pinterest og á Instagram hjá áhrifavöldum eins og Matildu Djerv, Josefine Haaning Jensen, Venedu Carter og fleirum. Mamma og systur mínar gefa mér líka mjög mikinn innblástur þegar ég set saman dress.“
Hver finnst þér best klæddi einstaklingurinn í heiminum í dag?
„Margir koma til greina en Matilda Djerv er klárlega ein af uppáhalds, mér finnst hún með mjög fallegan fatastíl og ég lít mikið upp til hennar. Hún blandar líka mikið nýjum flíkum saman við vintage-flíkur.“
Hverjar eru þínar fimm uppáhalds vintage-flíkur?
„Mínar fimm uppáhalds vintage-flíkur eru hvítur Mongolian-pels, svartur stór blazer, brúnn mesh-bolur, 501 Levi's-gallabuxur og gráar kargóbuxur. Hvíta Mongolian-pelsinn fékk ég frá frænku minni í jólagjöf og er algjör draumaeign sem hafði lengi verið á óskalistanum og ég hlakka til að byrja nota hann aftur í vetur. Svarta oversized-blazerinn fann mamma mín í Spúútnik, hann er fullkominn í sniðinu og passar nánast við allt og er í mikilli notkun hjá mér og Þuríði yngri systur minni. Brúni mesh-bolurinn er úr Spúútnik og er í æðislegum lit og sniði fyrir mig. Hann er með síðar ermar og opinn yfir bringu sem ég elska. Ég á nokkrar vintage 501 Levi's-gallabuxur í mismunandi lit og stærð en Ragnheiður stóra systir mín kenndi mér snemma að elska sniðið á þeim. Síðan eru það gráar kargóbuxur úr Spúútnik en ég hef mikið notað þær og finnst gaman hvað ég get dressað þær bæði upp og niður.“