Hætti að telja þegar upphæðin fór yfir 700.000 krónur

Dagmál | 3. nóvember 2024

Hætti að telja þegar upphæðin fór yfir 700.000 krónur

„Ég er bara þannig að ég geri og framkvæmi en það var aðeins búið að hræða mig í aðdraganda EM svo ég færi ekki á fullt eins og ég geri alltaf,“ sagði hópfimleikakonan og Evrópumeistarinn Helena Clausen Heiðmundsdóttir í Dagmálum.

Hætti að telja þegar upphæðin fór yfir 700.000 krónur

Dagmál | 3. nóvember 2024

„Ég er bara þannig að ég geri og framkvæmi en það var aðeins búið að hræða mig í aðdraganda EM svo ég færi ekki á fullt eins og ég geri alltaf,“ sagði hópfimleikakonan og Evrópumeistarinn Helena Clausen Heiðmundsdóttir í Dagmálum.

„Ég er bara þannig að ég geri og framkvæmi en það var aðeins búið að hræða mig í aðdraganda EM svo ég færi ekki á fullt eins og ég geri alltaf,“ sagði hópfimleikakonan og Evrópumeistarinn Helena Clausen Heiðmundsdóttir í Dagmálum.

Guðrún Edda Sigurðardóttir og Helena voru í kvennaliði Íslands sem varð Evrópumeistari í fjórða sinn í sögunni í Bakú í Aserbaídsjan á dögunum.

Vel límd saman

Helena fór úr axlarlið sjö vikum fyrir Evrópumótið en hún hefur verið óheppin með meiðsli í gegnum tíðina.

„Ég var vel límd saman og gat í raun ekkert hreyft öxlina,“ sagði Helena.

„Ég þarf að líma öxlina saman og báða ökklana líka fyrir allar æfingar. Ég er örugglega búin að eyða einhverjum 700.000 krónum í íþróttateip síðan ég október í fyrra og ég hætti að telja eftir að ég fór úr axlarlið,“ sagði Helena meðal annars.

Viðtalið við þær Guðrúnu og Helenu í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Guðrún Edda Sigurðardóttir og Helena Clausen Heiðmundsdóttir.
Guðrún Edda Sigurðardóttir og Helena Clausen Heiðmundsdóttir. Ljósmynd/FSÍ
mbl.is