Ekki borðað kvöldmat með foreldrunum í mörg ár

Dagmál | 10. nóvember 2024

Ekki borðað kvöldmat með foreldrunum í mörg ár

„Við æfðum fimm sinnum í viku, þrjá klukkutíma í senn, og dagana sem maður var ekki á æfingum mætti maður í sund,“ sagði hópfimleikakonan og Evrópumeistarinn Helena Clausen Heiðmundsdóttir í Dagmálum.

Ekki borðað kvöldmat með foreldrunum í mörg ár

Dagmál | 10. nóvember 2024

„Við æfðum fimm sinnum í viku, þrjá klukkutíma í senn, og dagana sem maður var ekki á æfingum mætti maður í sund,“ sagði hópfimleikakonan og Evrópumeistarinn Helena Clausen Heiðmundsdóttir í Dagmálum.

„Við æfðum fimm sinnum í viku, þrjá klukkutíma í senn, og dagana sem maður var ekki á æfingum mætti maður í sund,“ sagði hópfimleikakonan og Evrópumeistarinn Helena Clausen Heiðmundsdóttir í Dagmálum.

Guðrún Edda Sigurðardóttir og Helena Clausen voru í kvennaliði Íslands sem varð Evrópumeistari í fjórða sinn í sögunni í Bakú í Aserbaídsjan á dögunum.

Heimilið manns

Þær hafa eytt miklum tíma í fimleikasalnum í gegnum tíðina enda báðar æft fimleika frá því að þær voru þriggja ára gamlar.

„Þetta er bara heimilið manns ,“ sagði Guðrún Edda.

„Maður eyðir meiri tíma þarna en heima hjá sér. Ég held ég hafi ekki borðað kvöldmat með foreldrum mínum í mörg ár. Maður kemur alltaf heim og skóflar í sig köldum mat,“ sagði Guðrún Edda meðal annars.

Viðtalið við þær Guðrúnu og Helenu í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Guðrún Edda Sigurðardóttir.
Guðrún Edda Sigurðardóttir. Ljósmynd/FSÍ
mbl.is