Ekki mætt Víkingum án þess að þeir gelti á hann

Dagmál | 10. nóvember 2024

Ekki mætt Víkingum án þess að þeir gelti á hann

„Ég held að ég hafi ekki mætt Víkingum eftir þessi frægu ummæli án þess að það sé gelt á mig,“ sagði Íslandsmeistarinn og knattspyrnumaðurinn Höskuldur Gunnlaugsson í Dagmálum.

Ekki mætt Víkingum án þess að þeir gelti á hann

Dagmál | 10. nóvember 2024

„Ég held að ég hafi ekki mætt Víkingum eftir þessi frægu ummæli án þess að það sé gelt á mig,“ sagði Íslandsmeistarinn og knattspyrnumaðurinn Höskuldur Gunnlaugsson í Dagmálum.

„Ég held að ég hafi ekki mætt Víkingum eftir þessi frægu ummæli án þess að það sé gelt á mig,“ sagði Íslandsmeistarinn og knattspyrnumaðurinn Höskuldur Gunnlaugsson í Dagmálum.

Höskuldur varð Íslandsmeistari í annað sinn á dögunum með uppeldisfélagi sínu Breiðabliki eftir sigur gegn Víkingi úr Reykjavík í Fossvoginum en Höskuldur hefur verið fyrirliði Breiðabliks frá árinu 2020.

Þakklátur Víkingum

Höskuldur líkti leikmönnum Víkings úr Reykjavík við litla geltandi hunda á síðustu leiktíð í viðtali og vakti það mikla athygli enda hefur Breiðablik háð harða baráttu við Víkinga um Íslandsmeistaratitilinn undanfarin ár.

„Ég þakka þeim kærlega fyrir það, það eru ókeypis hvatningarorð,“ sagði Höskuldur.

„Ég á mjög auðvelt með að sjá hlutina í víðara samhengi og í fullri hreinskilni er ég mjög þakklátur fyrir Víkinga og þá verðugu keppni sem átt hefur sér stað á milli liðanna undanfarin ár,“ sagði Höskuldur meðal annars.

Viðtalið við Höskuld í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Höskuldur Gunnlaugsson.
Höskuldur Gunnlaugsson. mbl.is/Ólafur Árdal
mbl.is