Laufey fagnaði frumsýningu Wicked

Poppkúltúr | 11. nóvember 2024

Laufey fagnaði frumsýningu Wicked

Mikið var um dýrðir þegar kvikmyndin Wicked var frumsýnd í Dorothy Chandler Pavilion í Los Angeles á laugardaginn. Aðalleikkonur myndarinnar, þær Cynthia Erivo og Ariana Grande, mættu auk fjölda annarra stjarna.

Laufey fagnaði frumsýningu Wicked

Poppkúltúr | 11. nóvember 2024

Ariana Grande og Laufey Lín Bing Jónsdóttir.
Ariana Grande og Laufey Lín Bing Jónsdóttir. Skjáskot/Instagram

Mikið var um dýrðir þegar kvikmyndin Wicked var frumsýnd í Dorothy Chandler Pavilion í Los Angeles á laugardaginn. Aðalleikkonur myndarinnar, þær Cynthia Erivo og Ariana Grande, mættu auk fjölda annarra stjarna.

Mikið var um dýrðir þegar kvikmyndin Wicked var frumsýnd í Dorothy Chandler Pavilion í Los Angeles á laugardaginn. Aðalleikkonur myndarinnar, þær Cynthia Erivo og Ariana Grande, mættu auk fjölda annarra stjarna.

Íslenska tónlistarkonan Laufey Lín Bing Jónsdóttir var meðal þeirra sem gekk rauða dregilinn á frumsýningunni. Hún deildi mynd af sér við hlið Grande á Instagram-síðu sinni í gærdag og hrósaði myndinni, sem er gróflega byggð á skáldsögu Frank L. Baum, The Wonderful Wizard of Oz, í hástert.

Laufey klæddi sig upp í anda góðu nornarinnar Glindu, sem Grande leikur í kvikmyndinni, og mætti í ljósbleikum kjól og með stóra slaufu í hárinu.

Wicked er væntanleg í kvikmyndahús á Íslandi þann 22. nóvember næstkomandi.

View this post on Instagram

A post shared by laufey (@laufey)

mbl.is