„Ef þú stendur ekki fyrir neitt, þá fellur þú fyrir öllu"

Heimili | 17. nóvember 2024

„Ef þú stendur ekki fyrir neitt, þá fellur þú fyrir öllu"

„Við segjum að Lifun sé tímarit í bókaformi. Í því er fallegur hvítur pappír en kápan er þykk kiljukápa en ekki harðspjalda eins og á bókunum okkar. Efnistökin eru sömuleiðis meira í átt að bókunum en hefðbundnu tímariti. Við byggjum þau upp á innlitum af ýmsu tagi og leyfum þeim að fljóta svolítið á milli blaða. Í þessu fyrsta tölublaði erum við með heimsóknir, fókus á arkitektúr og innanhússarkitektur, húsgagnahönnun og fleira,“ segir Halla Bára Gestsdóttir blaðamaður, ritstjóri og húsahvíslari um nýtt tímarit sem hún og eiginmaður hennar, Gunnar Sverrisson ljósmyndari standa að. 

„Ef þú stendur ekki fyrir neitt, þá fellur þú fyrir öllu"

Heimili | 17. nóvember 2024

Hjónin Gunnar Sverrisson og Halla Bára Gestsdóttir hófu sambúð fyrir …
Hjónin Gunnar Sverrisson og Halla Bára Gestsdóttir hófu sambúð fyrir 25 árum. Ljósmynd/Aðsend

„Við segjum að Lifun sé tímarit í bókaformi. Í því er fallegur hvítur pappír en kápan er þykk kiljukápa en ekki harðspjalda eins og á bókunum okkar. Efnistökin eru sömuleiðis meira í átt að bókunum en hefðbundnu tímariti. Við byggjum þau upp á innlitum af ýmsu tagi og leyfum þeim að fljóta svolítið á milli blaða. Í þessu fyrsta tölublaði erum við með heimsóknir, fókus á arkitektúr og innanhússarkitektur, húsgagnahönnun og fleira,“ segir Halla Bára Gestsdóttir blaðamaður, ritstjóri og húsahvíslari um nýtt tímarit sem hún og eiginmaður hennar, Gunnar Sverrisson ljósmyndari standa að. 

„Við segjum að Lifun sé tímarit í bókaformi. Í því er fallegur hvítur pappír en kápan er þykk kiljukápa en ekki harðspjalda eins og á bókunum okkar. Efnistökin eru sömuleiðis meira í átt að bókunum en hefðbundnu tímariti. Við byggjum þau upp á innlitum af ýmsu tagi og leyfum þeim að fljóta svolítið á milli blaða. Í þessu fyrsta tölublaði erum við með heimsóknir, fókus á arkitektúr og innanhússarkitektur, húsgagnahönnun og fleira,“ segir Halla Bára Gestsdóttir blaðamaður, ritstjóri og húsahvíslari um nýtt tímarit sem hún og eiginmaður hennar, Gunnar Sverrisson ljósmyndari standa að. 

Lifun var fylgirit Morgunblaðsins fyrir 20 árum en svo snéru Halla Bára og Gunnar sér að öðrum störfum. 

„Við höfum mjög lengi gengið með þá hugmynd í maganum að gefa út tímarit í bókaformi eins og nú er. Í rauninni er sú hugmynd mun eldri en hugmyndin að síðustu fjórum bókum sem við höfum gefið út á síðustu árum, bækurnar urðu bara ofan á akkúrat á þeim tíma. Núna langaði okkur hins vegar að láta verða af þessu því í svona tímariti þá getum við leyft okkur að birta meira af efni af líðandi stundu en gerist í bókum og þurfum ekki að fylgja of mikið ákveðnu verkefni eða hugmynd,“ segir hún og heldur áfram: 

„Þegar kom að því að ákveða nafn á tímaritið þá vildum við alltaf að það héti Lifun enda þykir okkur mjög vænt um það nafn. Við erum samt ekki að endurverkja gömlu Lifun, það var barn síns tíma og ákveðin frumkvöðlastarfsemi í gangi hjá okkur þá. Við erum samt að byggja á því sem við höfum verið að gera í gegnum árin, með tímaritum og bókum, og skapa nýja afurð. Við erum þó ekki hætt að gefa út bækur! Við stefnum á að gefa Lifun út þrisvar sinnum á ári, allt eftir því hvernig gengur.“

Halda upp á 25 ára sambúð

Í tilefni af útgáfu fyrsta tölublaðs Lifunar ákváðu Halla Bára og Gunnar að setja upp ljósmyndasýningu Epal Galleríi við Laugaveg 7.  

„Við köllum hana HEIMA Í 25 ÁR en í ár eru 25 ár síðan við byrjuðum að búa og og einnig 25 ár síðan við byrjuðum að taka myndir af heimilum. Sýningin byggist upp á myndum af heimili okkar þessi 25 ár og hvernig það hefur þróast. Við höfum alltaf tekið myndir af heimili okkar á þeim stöðum sem við höfum búið og þannig geymum við góðar minningar. Við höfum, og hvað þá Gunnar, tekið myndir af fleiri heimilum en við getum ímyndað okkur, og segjum alltaf að við séum ávallt þakklát því fólki sem hefur opnað dyrnar að heimili sínu fyrir okkur. Núna erum við að opna dyrnar hjá okkur og bjóða fólk velkomið.

Þegar við vorum að vinna við blaðið og sýninguna, þá skoðuðum við gömul blöð og bækur sem við höfum gefið út, og það er alveg ótrúlega áhugavert hvað mikill hluti af heimilum sem eru þar gætu óbreytt verið heimili dagsins í dag. Eru klassísk, hlýleg og einstök og þú sæir ekki að myndirnar væru teknar fyrir mörgum árum. Þetta er jákvætt og vonandi munum við geta hugsað á sama hátt eftir jafnmörg ár. Auðvitað breytast heimili og þróast í útliti og yfirbragði í áranna rás en það er sjaldan sem þau kollvarpast og fólk gjörbreytir um stíl. Það er mjög áhugavert „kvót", setning, sem ég held mikið upp á sem segir svo margt: „Ef þú stendur ekki fyrir neitt, þá fellur þú fyrir öllu" (e. If you stand for nothing you´ll fell for everything),“ segir Halla Bára. 

Hún segir að heimilið sé griðastaður og dýrmæt stofnun sem hefur það hlutverk að halda utan um fólk og þeirra þarfir. 

„Þar ertu þú sjálfur. Hvernig þú kýst að hafa útlit heimilisins og umhverfi þitt snýst langt því frá um efnahag og á milli peninga og fallegs heimilis er ekki gefið samasemmerki. Það er hugurinn, tilfinningin og ástin sem sett er í heimilið sem skiptir máli og gerir það að því sem það er.“

Halla Bára og Gunnar Sverrisson ásamt dætrum sínum tveimur.
Halla Bára og Gunnar Sverrisson ásamt dætrum sínum tveimur. Ljósmynd/Aðsend
Þessi ljósmynd var tekin á sýningunni sem opnaði í vikunni.
Þessi ljósmynd var tekin á sýningunni sem opnaði í vikunni. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
mbl.is