Hvað er til ráða ef skilnaðarbarnið vill ekki vera viku og viku?

Theodor Francis Birgisson | 23. nóvember 2024

Hvað er til ráða ef skilnaðarbarnið vill ekki vera viku og viku?

Theodor Francis Birgisson klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hann spurningu frá konu sem er að skilja og veltir fyrir sér hvernig er hægt að nálagast börnin varðandi búsetu og fleira. 

Hvað er til ráða ef skilnaðarbarnið vill ekki vera viku og viku?

Theodor Francis Birgisson | 23. nóvember 2024

Theodor Francis Birgisson klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni svarar spurningum lesenda …
Theodor Francis Birgisson klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni svarar spurningum lesenda Smartlands. Samsett mynd

Theodor Francis Birgisson klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hann spurningu frá konu sem er að skilja og veltir fyrir sér hvernig er hægt að nálagast börnin varðandi búsetu og fleira. 

Theodor Francis Birgisson klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hann spurningu frá konu sem er að skilja og veltir fyrir sér hvernig er hægt að nálagast börnin varðandi búsetu og fleira. 

Sæll Theodór.

Við hjónin erum nýskilin. Við eigum tvö börn 10 og 14 ára. Tíu ára barnið virðist taka breytingunum betur en unglingurinn.

Unglingnum finnst til dæmis pirrandi að þurfa að flakka á milli heimila en faðirinn situr eftir í æskuheimili barnanna. Hvernig er best að nálgast unglinginn með þessar breytingar?

Kveðja, 

Lóa

Hvernig er best að bera sig að við skilnað foreldra …
Hvernig er best að bera sig að við skilnað foreldra ef annað barnið vill ekki flytja á milli heimila? Gabriel Baranski/Unsplash

Sæl Lóa og takk fyrir spurninguna.

Það er mjög algengt að unglingar nenna ekki að flakka á milli heimila og það er í raun mjög skiljanlegt. Það væri best fyrir þig að tala við barnið og fá fram óskir, væntingar og afstöðu barnsins á umgengni við báða foreldra.

Ef samskipti þín og barnsföður þíns eru góð væri gott að skoða möguleika á hvort hægt sé að auka gæðastundir með báðum foreldrum saman. Ef samskipti ykkar eru hins vegar ekki góð myndi ég reyna að auka gæðastundir þínar með barninu.

Börnum finnst í nánast öllum tilfellum erfitt þegar foreldrar skilja og eiga oft mjög erfitt með að tjá skoðanir sínar og líðan.

Í sumum tilfellum þarf fagaðstoð við það verkefni og ég ráðlegg þér að vera vakandi fyrir því hvort þér og föður barnsins takist að hjálpa honum, og ef árangur er ekki nægilega góður að leita þá til fagaðila. Gangi þér vel með þetta allt.

Kveðja,

Theodor

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Theodor spurningu HÉR. 

mbl.is